Nýliðamóttaka FKA hjá Landsvirkjun

Fræðslunefnd FKA stóð fyrir nýliðamóttöku sem haldin var í Landsvirkjun 2020.

Fjölmargar nefndir, deildir og ráð eru starfandi innan FKA um land allt og nýjar konur kynntu sér starf FKA og fengu að kynnast áherslum Landsvirkjunar s.s. í jafnréttismálum.

„Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Það var gaman að heyra um stöðu mála hjá þeim, hvert þau vilja komast og fyrir okkur að ræða mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi í heimsókninni, segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA. „Það er ofboðslega gaman að fylgjast með fyrirtækjum sem eru með einlægan jafnréttisvilja og líta ekki á jafnréttismál sem átak. Það er gaman að varpa ljósi á það sem vel er gert í málum málanna hjá flottum fyrirtækjum eins Landsvirkjun sem veit að jafnrétti er öllum til hagsbóta og vinnur markvisst að því að gera betur í dag en í gær,“ segir Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA.