Mikilvægt að styrkja hvora aðra og ryðja brautina fyrir komandi kynslóðir

Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Brugghúsins Kalda og opnaði nýverið glæsilegt hótel, Hótel Kaldi.

Agnes verður með erindið ,,Að láta vaða” á Landsbyggðarráðstefnu FKA í Háskólanum á Akureyri, 23. september kl. 15:00. Athugið að það þarf að skrá sig á ráðstefnuna hér.

Ríkidæmi landsbyggðarinnar og tækifærin, verða rædd áfram á Landsbyggðarráðstefnu FKA sem verður þann 23. september.

Þema ráðstefnunnar verður nýsköpun þar sem ljósi verður varpað á öfluga starfsemi í byggðum landsins.

Ráðstefnan er opin fyrir félagskonur um allt land og er þeim velkomið að bjóða vinkonum með.

Um er að ræða stútfulla dagskrá sem hefst með ráðstefnu í Háskólanum á Akureyri. Húsið mun opna kl. 15 en dagskráin hefst kl. 15:30. Erindi ráðstefnunnar og fyrirlesarar hennar koma hvaðanæva af landinu. Að ráðstefnu lokinni verður sameiginlegur kvöldverður og þar gefst enn betra tækifæri til tengslamyndunar.

Fyrirlesara verða

Andrea Eyland eigandi Kviknar/Kambey

Agnes Anna Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Bruggmiðjunar Kalda

Anna Björk Theodórsdóttir stofnandi Ocean

Karen Jónsdóttir framkvæmdastjóri Kaja Organic

Sigríður Vigdís Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri Chito Care

Kristrún Lind Birgisdóttir Eigandi og stofnandi Ásgarðs og Skóla í skýjunum

Agnes mætti í Föstudagsþáttinn á N4 hjá Maríu Pálsdóttir þar sem hún talaði um mikilvægi félagskaparins í FKA og styrkjandi áhrif þess á konur á öllum aldri í rekstri til að gefa sér tíma fyrir sjálfan sig. Þáttinn má horfa á hér.

Agnes Anna í Föstudagsþættinum á N4