Það var nýtt upphaf á aðalfundi Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA sem var haldinn á Nauthóli miðvikudaginn 10. maí 2023.
HÉR ER HLEKKUR MEÐ myndasyrpu frá fundinum sem tekin var af félagskonunni og ljósmyndaranum Huldu Margréti Óladóttur – Ljósmyndara.

Þakkir og hugheilkveðja!
Unnur Elva Arnardóttir er forstöðumaður hjá Skeljungi er nýr formaður félagsins sem telur í nýtt og öflugt starfsár þar sem FKA fagnar meðal annars 25 ára afmæli. Stjórnarkonurnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjörtímabil sitt í stjórn og halda áfram.
Í stjórnendahópinn eru að bætast við nýjar konur og félagið kynnir með stolti nýjar stjórnarkonur í stafrófsröð þær:
Andreu Ýr Jónsdóttur framkvæmdastjóra & hjúkrunarfræðing.
Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur mannauðs og skrifstofustjóra (varakona til eins árs).
Erlu Björgu Eyjólfsdóttur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, stundakennara Háskólanum á Bifröst og stjórnarkonu í Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs).
Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic.
Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra GET Ráðgjafar ehf (varakona til eins árs).
Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda og meðeiganda AwareGO.
Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda (stjórnarkona til eins árs).
Öflugt starfsár framundan hjá stjórn FKA.
Félagskonum var gefið gott svigrúm til að kjósa og gátu sótt fundinn raun- og raf. Fundarstýra fundar var Ragnheiður Aradóttir PCC Stjórnendamarkþjálfi, ráðgjafi og eigandi PROcoaching & PROevents. Ritari fundar var Anna Þórdís Rafnsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku banka og færum við þeim bestu þakkir.


Að loknum aðalfundarstörfum var boðið uppá léttar veitingar og vorstemmningu. Veðrið var milt og gott og FKA þakkar fyrir kröftugan vetur.
Vill félagið einnig þakka öllum þeim sem tóku þátt í aðalfundi á einhvern hátt sem og frambjóðendum, stjórn og öðrum sem komu að framkvæmd fundar og öllum þeim sem hafa tekið þátt í umræðu um lög félagsins og stefnumarkandi ákvarðanir. Félagskonum þökkum við fyrir komuna á aðalfundinn raun og raf og félagskonum sem tóku þátt í ráðum og nefndum síðasta árs og starfsárs send hugheil kveðja.
Sem fyrr segir tók félagskonan Hulda Margrét félagskona myndir, félagskonan Thelma hjá Blómahönnun sá um blóm og skreytingar, Nauðhóll tók fagnandi á móti okkur og léttar veitingar voru í boði Fastus.

Kjörstjórn FKA árið 2023 eru færðar þakkir þeim Katrín S. Kristjana Hjartardóttir, Örnu Björgu Rúnarsdóttur, Guðnýju Birnu Guðmundsdóttur og Guðrún Hulda Ólafsdóttir. Skoðunarmanni félagsins Nönnu G. Waage Marinósdóttur sendar kærar kveðjur og Margrét Ingþórsdóttur bókara félagsins einnig. Það var Þórður Höskuldsson sem mætti til leiks með kosningakerfið, Sonik annaðist útsendingu og þannig má telja.
FKA þakkar fráfarandi stjórnarkonum Írisi Ósk Ólafsdóttur, Katrínu Kristjönu Hjartardóttur og Sigrúnu Jenný Barðadóttur og síðast en ekki síst fráfarandi formanni Sigríði Hrund Pétursdóttur og óskar þeim öllum velfarnaðar!

Sigríður Hrund Pétursdóttir fráfarandi formaður FKA afhenti Unni Elvu formannskefli, gjöf Sigríðar til FKA. Keflið var rennt af Snædísi Traustadóttur smið sem er að læra fornhúsasmíði í Noregi og þakkar félagið fyrir gjöfina og glæsilegt handbragð.

Félagkonur taka fagnandi á móti nýjum tímum – og svo nýju starfsári áfram til áhrifa!
Takk fyrir ykkur!

Andrea Róbertsdóttir #Nauthóll Unnur Elva Arnardottir #Skeljungur Guðrún Gunnarsdóttir #Fastus Dora Eyland #GR Ragnheiður Aradóttir #PROcoaching #PROevents Anna Thordis Rafnsdottir #Kvikubanki Katrín Hjartardóttir Arna Björg Rúnarsdóttir Guðný Birna Guðmundsdóttir Guðrún Hulda Ólafsdóttir @Nanna G. Waage Marinósdóttir @Margrét Ingþórsdóttir @Þórður Höskuldsson #Sonik Íris Ósk Ólafsdóttir Sigrún Jenný Bardadóttir Sigridur Hrund / Victoria @Snædís Traustadóttir #FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur