
Fyrrum formenn FKA fjölmenntu.
Hér má sjá alla formenn FKA frá upphafi að undanskilinni Lindu Pétursdóttur í Baðhúsinu.
Frá vinstri Hafdís Jónsdóttir – World Class/LaugarSpa, Margrét Kristmannsdóttir – PFAFF, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir -Pizza Hut og fjárfestir, Katrín Óladóttir – Hagvangi og Dagný Halldórsdóttir – DH Samskipti.
Í tilefni af 15 ára afmæli félagsins var ákveðið að slá tvær flugur í einu og halda afmælisteiti í bland við hið hefðbundna jólahlaðborð. Um 130 félagkonur komu saman í hinum nýja Vox Club á Nordica Hilton og er óhætt að segja að veislan hafi heppnast vel og var mikið hlegið og gamlar myndir rifjuðu upp gamlar sögur félagskvenna.
Grínarinn og leikkona Anna Svava Knútsdóttir fór yfir spaugilegu hliðar rekstrarins en hún á og rekur ísbúðina Valdísi í dag og Ásgeir Páll Ágústsson var Partýstjóri kvöldsins.
Lóa formaður hélt afmælisræðu og fór yfir þróun félagsins í stuttu máli og að því loknu hélt Guðrún Hafsteinsdóttir félagskona í FKA og formaður Samtaka Iðnaðarins áhugaverða og kraftmikla afmælisræðu um það hvernig FKA hefði í gegnum tíðina haft áhrif á hennar frama.
Um kvöldið kallaði Lóa formaður upp sprækar og liðtækar FKA konur í kór – kór sem stofnaður er á staðnum hverju sinni. 😉 Uppátækið vakti mikla lukku og var stemninguna upp á við allt kvöldið. Að sjálfsögðu var kvöldið svo klárað með einum góðum Macarena dansi.
Á Facebbook síðu FKA má sjá myndir frá samkomunni – SMELLTU HÉR
Góða skemmtun!