Sumarsólstöðu afmælismót FKA og kvennanefndar GKG fór fram í Leirdalnum í blíðskaparveðri þann 27. júní. Fyrirtæki gátu keypt sínar brautir og teflt fram sínu liði, en keppt var með fjögurra manna Texas fyrirkomulagi. Að lokum fór svo að Byko liðið bar sigur úr býtum á 68 höggum nettó. Í öðru sæti var lið Advanía á 59 höggum nettó og lið Íslandsbanka í 3. sæti á 60 höggum nettó. Í fjórða sæti endaði svo lið abacus/Golfleikjaskólinn á 62 höggum nettó en þær voru jafnar Happy Campers liðinu en voru með betri árangur á seinni níu holunum.
Á myndinni er BYKO liðið – talið frá vinstri: Ragnhildur Sigurðardóttir, Rósa Guðmundsdóttir, Iðunn Jónsdóttir og Hildur Ástþórsdóttir.
Smelltu hér til að skoða mynda albúm mótsins – SMELLTU HÉR