„Náðu árangri án þess að tapa heilsunni“ ráðstefna FKA Framtíðar var þétt skipuð sterkum kvenfyrirmyndum í íslensku atvinnulífi.
Áhrifamikil erindi frá þeim Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, Tanyu Zharov, aðstoðarforstjóra Alvotech, Ragnhildi Geirsdóttur, forstjóra Reiknistofu bankanna, Önnu Steinsen, eiganda Kvan og Dr. Erlu Björnsdóttur, stofnanda og framkvæmdastjóra Betri svefns.
Um er að ræða fyrstu ráðstefnu FKA Framtíðar sem hefur þetta starfsárið verið með það leiðarstef að fjalla um og endurskilgreina ofurkonuna.
„Þemað var valið vegna aukinnar umræðu um streitu og kulnun meðal kvenna í íslensku atvinnulífi og taldi stjórn FKA Framtíðar mikilvægt að hefja umræðu um það hvernig konur geti náð árangri án þess að tapa heilsunni. Flestir af stærri viðburðum ársins tengdust umræddu þema með einum eða öðrum hætti og var ráðstefnan punkturinn yfir i-ið“ segir Thelma Kristín Kvaran, formaður FKA Framtíðar.


Hlökkum til að sjá ykkur aftur!
Stjórn FKA Framtíðar 2022-2023
Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir
Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir
//
@Árdís Ethel Hrafnsdóttir @Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir @Karlotta Halldórsdóttir @Sigríður Inga Svarfdal Þorkelsdóttir @Sólveig Ragnheiður Gunnarsdóttir @Thelma Kristín Kvaran formaður @Anna Björk Árnadóttir #FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAframtíð // Ljósmyndir: @huldamargretphotography @Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir @Birna Einarsdóttir @Tanya Zharov @Ragnhildur Geirsdóttir @Anna Steinsen @Dr. Erla Björnsdóttir