Niðurtalningin fyrir Viðurkenningarhátíð FKA heldur áfram og dómnefnd hefur störf.

Niðurtalningin er hafin fyrir Viðurkenningarhátíð FKA sem verður haldin 27. janúar 2021.

Dómnefnd hittist á rafrænum fundi í dag til að fara yfir lista yfir tilnefndar konur.

Dómnefnd er skipuð sjö aðilum úr viðskiptalífinu og mun hún velja þær konur sem við heiðrum á hátíðinni. Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA og Sigríður Hrund Pétursdóttir stjórnarkona FKA buðu þau öll hjartanlega velkomin um borð, dómurum var þökkuð þátttakan og þeim óskað góðs gengis.

Það er mikil gjöf að fá það dýrðmætasta sem hver á – tíminn. Takk fyrir ykkar takmörkuðu og dýrmætustu auðlynd kæra dómnefnd.

Á Viðurkenningarhátíð FKA 2021 verða veittar viðurkenningar til þriggja kvenna sem hafa verið hvatning og fyrirmynd:

FKA viðurkenningin

FKA þakkarviðurkenningin

FKA hvatningarviðurkenningin

Um dómara í frétt Viðskiptablaðsins HÉR.

#hreyfiafl #fka @Viðskiptablaðið @hringbraut