#METOO fundur 15 samtaka

20180611_094031

Fulltrúi FKA og stjórnarkonan, Hulda Ragnheiður Árnadóttir, sat fund ásamt nítján öðrum fulltrúum 15 samtaka og félaga vegna aðgerða í tengslum við #metoo í morgun, 11. júní 2018. Auk Huldu voru fulltrúar frá Alþýðusambandi Íslands, Bandalagi háskólamanna, Bjarkarhlíð – miðstöð þolenda ofbeldis, BSRB, Félagi kvenna í atvinnulífinu, Jafnréttisstofu, Kennarasambandi Íslands, Kjara- og mannaðssýslu ríkisins, Kvenréttindafélagi Íslands, Mannauði, félags mannauðsfólks, Sambandi Íslenskra sveitarfélaga, Samtökum atvinnulífsins, Sálfræðingafélagi Íslands, Vinnueftirliti ríkisins og VIRK, starfsendurhæfingarsjóði.

Fundurinn byggði á því að safna saman upplýsingum um þær aðgerðir og verkefni sem þegar hafa komist í framkvæmd meðal þátttakenda og í framhaldi af því var hugarflugsvinna, í þeim tilgangi að draga fram hvar gæti verið forsenda til samstarfs þessara aðila að aðgerðum til að sporna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi til lengri tíma litið og lágmarka áhrif á þolendur þeirra með faglegum úrlausnum þeirra sem að málum koma.

Stefnt er að því að halda vinnunni áfram í haust með frekari vinnufundum, þar sem fulltrúi FKA verður í aðgerðarstjórn verkefnisins. Ef þið viljið koma á framfæri hugmyndum að aðgerðum sem gagnast geta í atvinnulífinu væri gott að þið hefðuð samband við Huldu Ragnheiði vegna þess.  

Það dylst engum hversu mikilvægt er fyrir FKA að eiga fulltrúa í þeim hópum þar sem þetta málefni er til umræðu og því fögnum við þeim árangri sem náðst hefur í að gera FKA sýnilegt í úrbótaaðgerðum sem nú eru í gangi í kjölfar #metoo verkefnisins.“