#MeToo málefni – niðurstöður fundar með félagskonum

20190108_221357#MeToo málefni –
fundur með félagskonum 8. janúar 2019.

Boðað var til opins
fundar meðal félagskvenna FKA þar sem átta félagskonur með mikla reynslu af
meðferð mála sem tengjast #MeToo málum komu saman til að taka saman tillögur
til starfshóps á vegum velferðarráðuneytisins um aðgerðir sem tengjast einelti,
kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. 

49686210_391768171396481_3615659583244075008_nReynsla
kvennanna sem sátu fundinn er mjög fjölbreytt. Meðal fundarkvenna voru
mannauðsstjórar í stórum fyrirtækjum, sálfræðingar sem unnið hafa að
innleiðingu á umfangsmiklum áhættumötum á sálfélagslegum þáttum og
aðgerðaráætlunum innan fyrirtækja, sveitarfélaga og stofnana í kjölfars þess,
heilbrigðisstarfsmaður í forvörnum og ráðgjöf við konur á meðgöngu og umönnun
barna og þátttakandi í aðgerðarhópi #MeToo mála innan íþróttahreyfingarinnar.
Það var því mikil og dýrmæt reynsla sem þær konur sem mættu á fundinn bjuggu
yfir.

Útbúinn var listi yfir
þá þætti sem hafa þarf í huga þegar unnið er að framtíðaraðgerðum til að draga
úr líkum og áhrifum af kynferðislegri og kynbundinni áreitni, ofbeldi og
einelti.

Ábendingarnar sem
settar eru fram eru í góðu samræmi við þær áherslur sem stjórn hefur sett sér í
#MeToo málefnunum, en þar hefur verið ákveðið að áherslur FKA í málaflokknum
skuli fyrst og fremst snúa að forvörnum og framtíð. Listann má finna HÉR

Hulda Ragnheiður
Árnadóttir, stjórnarkona FKA og fulltrúi stjórnar í #MeToo málefnum mun koma
skilaboðum frá fundinum áleiðis til starfshópsins.