Nú bíður það verkefni valnefndar að velja tólf konur til þátttöku í fjölmiðlaverkefni RÚV og FKA 2021.


Bráðlega verða nöfn þeirra sem hljóta þjálfun sem byggir á grunni Þórhalls Gunnarssonar fjölmiðlamanns og Andrésar Jónssonar almannatengils en þeir hafa byggt upp prógramm fyrir stjórnendur á Íslandi á undanförnum árum. Það má því segja að þetta sé eimuð MBA fjölmiðlaþjálfun í Efstaleitinu.


Námskeiðið er fyrst og fremst hugsað til að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum. RÚV og FKA undirrituðu samning sem nær yfir samstarf um viðmælendaþjálfun til þriggja ára og fer þjálfun fram í Útvarpshúsinu.

Á vef RÚV


Hópurinn 2020 í RÚV.

#RÚV #FKA #Hreyfiafl