Nú er komið að næsta spretti! Ertu búin að skrá þig á Stefnumótunarfund FKA?

Kæra félagskona!

Opinn Stefnumótunarfundur FKA var haldinn nýverið og nú er komið að næsta spretti. Stefnumótunarfundur FKA þar sem við drögum fram hugmyndir, vilja, áherslur og stefnu verður í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 fimmtudaginn 19. janúar 2023 kl. 17 – 19ish.

Það hefur verið skipaður stefnumótunarhópur sem verður með þræði í hendi og þær eru byrjaðar að telja í fjörið sem framundan er.

Engin lýsing til

Við erum félagið og höfum dagskrárvaldið.

Þetta er tíminn til að láta rödd sína heyrast, við erum félagið og höfum dagskrárvaldið. Margskonar ástæður eru fyrir því af hverju konur eru í FKA en ýmsir verndandi þættir fylgja því að taka þátt í félagastarfi og þátttaka frábær fjárfestingakostur fyrir konur – að fjárfesta í sér, setja sig á dagskrá og efla tengslin.

Skráning á næsta Stefnumótunarfund 19. janúar 2023 HÉR

Stefnumótunarhópur FKA 2022 með þeim Önnu Maríu, Báru, Elínu Þóru, Helgu Björg, Hildi, Sigríði Hrund, Stephanie og Þórdísi.

Kynnist Stefnumótunarhópi FKA 2022 þeim Önnu Maríu, Báru, Elínu Þóru, Helgu Björg, Hildi, Sigríði Hrund, Stephanie og Þórdísi.

„FKA er vettvangur fyrir konur í íslensku atvinnulífi m.a. til þess að efla og styrkja hvora aðra. Ég hef mikinn áhuga á því að efla stöðu kvenna enn frekar og vil því vera þátttakandi í mikilvægu starfi félagsins. Nýta styrkleika mína með því að taka þátt ásamt félagskonum að móta stefnu og áherslur FKA í takt við þarfir félagsins í heild. Hlakka til að hitta ykkur.“

  • Anna María Þorvaldsdóttir

„Ég skráði mig í FKA til að tengjast öflugum og fjölbreyttum hópi kvenna og efla tengslanet mitt enn frekar. Með ástríðu fyrir framgangi og vexti vil ég leggja mitt að mörkum við að móta stefnu og áherslur FKA þar sem þarfir félagskvenna og framtíðar hagsmunir félagsins eru höfð að leiðarljósi.“

  • Bára Einarsdóttir

„Ég skráði mig í FKA því ég brenn fyrir því að styrkja stöðu kvenna í íslensku samfélagi og vil vera hluti af frábæra starfi félagsins. Mig langar til að kynnast öflugum og fjölbreyttum hópi kvenna og taka þátt í að móta stefnu og áherslur FKA í takt við þarfir þeirra.“

  • Elín Þóra Ellertsdóttir

„Ég hef starfað í FKA í nokkur ár og finnst ómetanlegt að hafa tækifæri til að starfa með öllum þeim hæfileikaríku konum sem þar eru. Hingað til mest starfað í Golf tengdum viðburðum, núna er ég spennt að fá að vera þáttakani í því að efla starf FKA uppfæra ferla og stefnumótun því þar er ég í essinu mínu. Að fá að vinna með þessum hæfileikaboltum er gjöf og ég hlakka til að sjá árangur af starfi nefndarinnar skila sér út í félagið á jákvæðan hátt.“

  • Helga Björg Steinþórsdóttir

„Ég skráði mig í stefnumótunarhópinn því ég vil taka þátt í að móta stefnu FKA til framtíðar og sjá félagið okkar vaxa og dafna. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast starfi FKA betur, efla tengslanetið, læra af öðrum og kynnast fjölbreyttum hópi kvenna.“

  • Hildur Magnúsdóttir

„Mér er sannur heiður að fá að taka þátt í hópi félagskvenna til að móta félagið okkar. Það er í gegnum virkni í félaginu sem við lærum hvað mest – hér eru það ólíkar raddir, nýjar skapandi aðferðir og áherslur sem leiða okkur áfram.“

  • Sigríður Hrund

„Ég sé tækifæri í því að læra og öðlast verðmæta reynslu með því að vinna með öflugum konum í stefnumótunarhópi FKA. Síðan hef ég auðvitað brennandi áhuga á því að auka jafnrétti kynja og tel starf FKA afar mikilvægt í þeirri baráttu.“

  • Stephanie Nindel

„Þórdís heiti ég og skrefið ég steig.

Sýna mig og sanna í FKA nefnd.

Stefnumóta framtíðina ekki má fara á sveig.

Sannarlega megið trúa að þau verða efnd.

Ég vil tengjast, lengjast, engjast en ekki þrengjast.

Ef til vill kannski líka að fræða og læra.

Kannski munu skalarnir allir sprengjast.

Í suðupotti kvennanna langar mig að hræra.“

  • Þórdís V. Þórhallsdóttir

Fjárfestu í sjálfri þér! Komdu með!

Kær kveðja frá stjórn FKA og stefnumótunarhópi FKA.

#FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet