Ný stjórn Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA 2021-2022.

Á aðalfundi Atvinnurekendadeildar FKA tók ný stjórn AFKA við.

Stjórn Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA 2021-2022 skipa:

Aðalheiður Jacobsen – Netpartar

Auður Ösp Jónsdóttir – infoData

Dýrfinna Torfadóttir – Gullsmiður og skartgripahönnuður

Hrönn Margrét Magnúsdóttir – Ankra – Feel Iceland

Ingibjörg Valdimarsdóttir – Ritari og StayWest

Jónína Bjartmarz – Iceland Europe Travel

Kristín Björg Jónsdóttir – Polarn O. Pyret

Í varastjórn eru:

Ragna S. Óskarsdóttir – Íslenskur æðadúnn

Margrét Rósa Einarsdóttir – Hótel Glym og Englendingavík

Tilgangur og markmið Atvinnurekendadeildar er að skapa vettvang fyrir konur sem eiga og reka fyrirtæki og standa vörð um þeirra hagsmuni sem atvinnurekenda.

Deildin stendur fyrir fræðslufundum og kynningum sem taka mið af þörfum félagskvenna og áhugasviði og heldur viðburði sem eru til þess fallnir að efla tengslanet þeirra. 

Framundan eru spennandi tímar þar sem áætlað er að fara í vorferð í haust þar sem henni hefur verið frestað nokkrum sinnum vegna samkomutakmarkana en farnar eru slíkar ferðir á hverju ári í eðlilegu árferði og selst alltaf upp í þær.

Fyrirtækjakynningar A-FKA kvenna eru haldnar reglulega þar sem konur í deildinni kynna vörur sínar og þjónustu og fara þær á fullt aftur í haust.

Nánar um hlutverk, tilgang og markmið Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA má finna HÉR