Ný stjórn Atvinnurekendadeildar FKA, AFKA.
Aðalfundur A-FKA var haldinn þann 18. maí sl. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni þar sem kosið var í nýja stjórn og í framhaldinu voru fyrirtækjakynningar þar sem þrjár félagskonur, flottir hönnuðir kynntu sig og sínar vörur.
Katrín Rós Gýmisdóttir kom ný inn í stjórn og Auður Ösp Jónsdóttir lauk stjórnarsetu eftir gott starf í þágu deildarinnar.

Ný stjórn Atvinnurekendadeildar FKA fyrir starfsárið 2022-2023 er eftirfarandi:
Aðalheiður Jacobsen – Netpartar
Dýrfinna Torfadóttir – Gullsmiður og skartgripahönnuður
Hrönn Margrét Magnúsdóttir – Ankra – Feel Iceland
Ingibjörg Valdimarsdóttir – Ritari og StayWest
Jónína Bjartmarz – Iceland Europe Travel
Katrín Rós Gýmisdóttir – Metropolitan
Kristín Björg Jónsdóttir – Polarn og Pyret
Í varastjórn eru
Ragna S. Óskarsdóttir – Íslenskur æðadúnn
Margrét Rósa Einarsdóttir – Hótel Glym og Englendingavík
Eftir aðalfund var svo boðið uppá frábærar fyrirtækjakynningar þar sem þrjár félagskonur, hönnuðir kynntu sig og sínar vörur og buðu svo félagskonum að versla hjá sér með afslætti í kjölfarið.
Við þökkum þeim fyrir flottar kynningar og öllum sem tóku þátt í fundinum með okkur fyrir skemmtilega samveru.
@Aðalheiður Jacobsen @Auður Ösp Jónsdóttir @Dýrfinna Torfadóttir @Hrönn Margrét Magnúsdóttir @Ingibjörg Valdimarsdóttir @Jónína Bjartmarz @Kristín Björg Jónsdóttir @Ragna S. Óskarsdóttir @Margrét Rósa Einarsdóttir #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur #AFKA @Katrín Rós Gýmisdóttir