Ný stjórn FKA fyrir starfsárið 2015-2016 

Vel heppnaður aðalfundur var haldinn á Hilton Nordica hotel þann 13. maí. Fjör og fræðsla í bland við hefðbundin aðalfundarstörf  þar sem kosið var um þrjú stjórnarsæti ásamt formannskjöri.  Bryndísi Emilsdóttur, Iðunni Jónsdóttur og Rúnu Magnúsdóttur voru þökkuð vel unnin störf í þágu félagsins.

FKA konur  af Norðurlandi voru mættar á mölina til að taka þátt og fræðast um fyrirtæki félagskvenna í höfuðborginni.  Var komið við í Sjávarklasanum að heimsækja félagskonur í nýsköpun og tóku Kolbrún Hrafnkels, Herberia og Eva Margrét hjá Roadmap meðal annars á móti þeim ásamt stelpunum í Feel Iceland (Amino Collagen). Eftir það var farið í Tulipop þar sem Signý Kolbeins og Helga Árna fóru yfir reksturinn, nýsköpunina og vörurnar og að endingu var sest niður að snæðingi og um leið hlýtt á Rannveigu Grétarsdóttur sem á og rekur Eldingu hvalaskoðun, en einnig veitingastaðinn MAR / MAR bar við höfnina.

Helstu fréttir af aðalfundinum voru svo eftirfarandi.

Stjórn FKA starfsárið 2015-2016 skipa:
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Naskur ehf. – endurkjörinn formaður
Áshildur Bragadóttir, Markaðsstofa Kópavogs
Herdís Jónsdóttir, Happy Campers ehf.
Ingibjörg Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Skemmtigarðsins ehf. 
Kolbrún Víðisdóttir,  Svartækni
Ólöf Guðmundsdóttir Salmon, Nýherji / VitaGolf 
Rakel Sveinsdóttir, Spyr.is / ConfirmedNews ehf.

Hér má nálgast árskýrslu FKA 2014 – SMELLTU HÉR

Skoðunarmenn félagsins voru kjörnar:
Sigrún Guðmundsdóttir, BDO ehf.
Inga Jóna Óskarsdóttir Bókhald og kennsla ehf

Og að loknum aðalfundi flutti Halla Tómasdóttir erindið “Like A Girl”.  Halla er stofnandi Sisters Capital og forsvarskona WE2015.  Hún fjallaði um efnahagsleg, viðskiptaleg og samfélagsleg verðmæti kvenna og mikilvægi þess að konur taki þátt í verðmætasköpun og mótun samfélagsins á sínum eigin forsendum.

Kvennakór Garðabæjar  söng okkur að lokum inn í sumarið yfir sumarlegum drykk.