Á myndinni er nýkjörin stjórn félagsins ásamt framkvæmdastjóra félagsins:
Talið frá vinstri Iðunn Jónsdóttir, Norvik, Guðrún Magnúsdóttir Connected-Women, Kolbrún Víðisdóttir, Svartækni og Hannesarholti, Ólöf Guðmundsdóttir Salmon Vita Golf og Nýherja, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Fjörefli, Bryndís Emilsdóttir Heimsborgir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Pizza Hut og Hulda Bjarnadóttir FKA.
**
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi félagsins í dag. Ólöf Guðmundsdóttir Salmon og Kolbrún Víðisdóttir koma nýjar inn í stjórnina og Ingibjörg Guðmundsdóttir var endurkjörin. Úr stjórn ganga Marín Magnúsdóttir og Ingibjörg Gréta Gísladóttir og eru þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir fjárfestir og eigandi Pizza Hut er áfram formaður og aðrar í stjórn næsta árið eru Rúna Magnúsdóttir, Bryndís Emilsdóttir og Iðunn Jónsdóttir.
Í tilefni af 15 ára afmæli félagsins voru fyrrum formenn félagsins heiðraðir og þeim þökkuð góð störf í þágu félagsins. Formenn í réttri tímaröð eru Jónína Bjartmarz, Linda Pétursdóttir, Dagný Halldórsdóttir, Katrín S. Óladóttir, Margrét Kristmannsdóttir, Hafdís Jónsdóttir og núverandi formaður er Þórdís Lóa sem fyrr segir.
Í stjórn FKA sitja sjö konur að meðtöldum formanni. Á hverju ári eru þrír stjórnarmenn kjörnir til tveggja ára í senn og formaður er kjörinn annað hvert ár.
Hulda Bjarnadóttir er áfram framkvæmdastjóri félagsins. Í dag eru félagskonur á skrá rúmlega 900 talsins.