Ný stjórn FKA Suðurnes.

Aðalfundur FKA Suðurnes og ný stjórn tekur við keflinu.

Dásamleg orka var á aðalfundi hjá FKA Suðurnesjum sem var haldinn í bíósal Duus húsa 7. september sl. Það var föstudaginn 26. nóvember 2021 sem rúmlega áttatíu konur tóku þátt í sögulegum stofnfundi þegar deildin var stofnuð. Þann dag skrifuðu konur sig inní söguna, konur sem vildu ræða tækifærin á Suðurnesjum s.s. orkumál, nýsköpun og tækifærin almennt en síðast en ekki síst að gefa sér dagskrárvaldið á svæðinu og samfélaginu öllu.

Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri bakvið myndavélina eins og svo oft, hér fyrir utan aðalfundinn að kíkja inn.

Á aðalfundinum sem haldinn var í bíósal Duus húsa 7. september sl. var kosið í nýja stjórn til eins árs og munu stjórnarkonur skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýja stjórn FKA Suðurnesi 2022-2023 frá vinstri: Þuríður H. Aradóttir Brauny, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Snjólaug Jakobsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Fida Abu Libdeh, Eydís Mary Jónsdóttir, Anna Karen Sigurjónsdóttir, Sigurbjörg Gunnarsdóttir og Unnur Svava Sverrisdóttir.

Guðný Birna Guðmundsdóttir mun taka virkan þátt í stjórn FKA áfram en tilkynnti að hún mun hleypa annarri konu í sæti formanns FKA á Suðurnesjum. Félagið þakkar Guðnýju Birnu fyrir öflugan sprett í sæti formanns í nýrri öflugri deild FKA.

Þá hefur Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen sem gengt hefur hlutverki samskiptafulltrúa stjórnar FKA Suðurnesjum ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram og þakkar félagið henni kærlega vel fyrir vel unnin störf í þágu félagsins sem samskiptafulltrúi á Suðurnesjum og rúmlega það því hún hefur látið til sín taka út og suður í FKA.

Guðný Birna Guðmundsdóttir og Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen á geggjuðu Jólarölti á Suðurnesjum 2021.

Herborg Svana Hjelm gaf ekki kost á sér áfram í stjórn og henni þakkað fyrir öfluga innkomu þar sem hún lét að sér kveða í verkefnum stjórnar sem varakona.

Herborg Svana Hjelm tók á móti konunum í Grindavík.

Guðný Birna og Fida.

Stofnfundur landsbyggðadeildarinnar FKA Suðurnes 2021.

Stofnfundur landsbyggðadeildarinnar FKA Suðurnes var í bíósal Duus húsa þann 26. nóvember 2021. Félagskonurnar Fida Abu Libdeh, frumkvöðull, stofnandi og eigandi Geosilica og Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, stjórnarformaður HS veitna og eigandi Ace bílaleigu sendu stjórn FKA erindi um að stofna deild á svæðinu og á þeim tíma voru rúmlega tuttugu konur í félaginu á svæðinu – það átti eftir að breytast.

Fida Abu Libdeh og Guðný Birna Guðmundsdóttir sem hafa unnið vel og náið sem formaður og varaformaður á Suðurnesjum.


Þessi sameiginlegi vettvangur kvenna, þar sem konur geta hist og öðlast styrk í hugviti annarra kvenna hefur sannarlega fallið í góðan jarðveg því tæplega sextíu konur eru nú í FKA Suðurnes. Félagskonur um land allt hafa stutt við þessa nýju landsbyggðadeild eins og ársskýrslan sýnir og fylgst er með deildinni springa út af mikilli aðdáun.

Gjaldkeri – Anna Karen Sigurjónsdóttir.

Frá stofnfundur FKA Suðurnesja í bíósal Duus húsa þann 26. nóvember 2021.

Stjórn FKA Suðurnes 2022-2023

Anna Karen Sigurjónsdóttir 

Eydís Mary Jónsdóttir 

Fida Abu Libdeh 

Guðný Birna Guðmundsdóttir

Gunnhildur Pétursdóttir

Sigurbjörg Gunnarsdóttir

Snjólaug Jakobsdóttir

Unnur Svava Sverrisdóttir

Þuríður Halldóra Aradóttir

Myndasyrpa frá aðalfundi 2022.

Katrín Kristjana gjaldkeri FKA sem var einn af kosningastjórunum.

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet FKAkonur#FKASuðurnes @Guðný Birna Guðmundsdóttir @Fida Abu Libdeh @Anna Karen Sigurjónsdóttir @Herborg Svana Hjelm @Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen @Snjólaug Jakobsdóttir @Eydís Mary Jónsdóttir @Gunnhildur Pétursdóttir @Þuríður Halldóra Aradóttir @Sigurbjörg Gunnarsdóttir @Unnur Svava Sverrisdóttir @Katrín Kristjana Hjartardóttir @Andrea Róbertsdóttir @Herborg Svana Hjelm