Nýherji og FKA í samstarf 

Nýherji og Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) hafa ákveðið að vinna saman að þekkingar- og fræðslumálum. FKA mun í haust og vetur halda fræðsluerindi að hluta hjá Nýherja þar sem áhersla verður lögð á nýsköpunar- og frumkvöðlastarfsemi og viðskiptatengsl fyrir konur í atvinnurekstri.

“Mannauðurinn er einn af grunnstoðum Nýherja en þar starfar vaxandi hópur kvenna. Uppbygging tækniþekkingar er sameiginlegt hagsmunamál og því leggjum við áherslu á efla faglega og persónulega hæfni. Samstarfið við FKA fellur vel að stefnu Nýherja í þessum málum um leið og það er mikill akkur fyrir félagið að tengjast starfsemi sem hefur innan sinna vébanda margar konur sem búa yfir yfirgripsmikla stjórnurnarreynslu úr atvinnulífinu,” segir Dröfn Guðmundsdóttir mannauðsstjóri Nýherja.  

„Gildi FKA eru meðal annars framsækni og kunnátta og því fellur samstarfið vel að þeim markmiðum sem við setjum okkur. Við hlökkum til að eiga ánægjulegt samstarf við vaxandi upplýsingatæknifyrirtæki sem hefur einsett sér fylgja góðum stjórnarháttum þar sem einn þátturinn er að huga að jafnara kynjahlutfalli,” segir Hulda Bjarnadóttir framkvæmdastjóri FKA.