Nýkjörin stjórn FKA

_MG_9317Stjórn FKA 2017 – 2018
Á aðalfundi FKA, 18. maí var nýr formaður FKA kjörin; Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr. Kosnar voru í  stjórn til tveggja ára; Áslaug Gunnlaugsdóttir lögmaður og eigandi hjá LOCAL Lögmönnum, Guðrún Ragnarsdóttir, ráðgjafi og meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Strategíu ehf. og Ragnheiður Aradóttir stofnandi og eigandi viðburðafyrirtækisins PROevents og þjálfunarfyrirtækisins PROcoaching. Að auki sitja frá fyrra ári Anna Þóra Ísfold, ráðgjafi og framkvæmdastjóri VitaminDNorth, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, eigandi og stjórnarkona Svartækni, Danielle Neben, ráðgjafi og sérfræðingur.

_MG_9308Á fundinum
fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf ásamt kosningu í stjórn FKA. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
fráfarandi formaður FKA hefur sinnt formennsku af mikilli eljusemi undanfarin fjögur ár og lýkur stjórnartíð samkvæmt viðmiðum um stjórnarsetu. Stjórnartíð Þórdísar
Lóu einkenndist af krafti, hvatningu og stuðningi við konur til framgöngu, hvort
sem er í starfi, leik, viðtölum í fjölmiðlum eða stjórnarsetu. 

Í
framboði til formanns FKA voru Fjóla G. Friðriksdóttir og Rakel Sveinsdóttir. Í
framboði til stjórnar FKA voru Áslaug Gunnlaugsdóttir, Guðrún Ragnarsdóttir,
Inga Sólnes og Ragnheiður Aradóttir. Tvær stjórnarkonur kveðja eftir tveggja
ára stjórnarsetu, þær Herdís Jónsdóttir og Áshildur Bragadóttir og er þeim þakkað fyrir mikið og gott starf.

FKA er svo sannarlega ríkt af mannauði þeirra 1030 kvenna sem í félaginu eru í dag. Fyrir félagið starfa í stjórn, nefndum, deildum og ráðum tæplega 100 félagskonur. Horft er bjartsýnum augum til framtíðar og eflingu atvinnulífsins.