Nýr framkvæmdastjóri FKA

Hrafnhildur Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri FKA og mun hún taka við starfinu af Huldu Bjarnadóttur þann 1.maí. Huld hefur störf sem framkvæmdastjóri millilandaráða Viðskiptaráðs Íslands.


Hrafnhildur hefur víðtæka menntun og 15 ára reynslu í stjórnunar-, markaðs- og kynningarmálum.  Hún starfaði sem verkefnastjóri MBA-náms í Háskólanum Reykjavík frá 2007 en áður var hún kynningarstjóri Námsgagnastofnunar. Hrafnhildur er með PLD  frá IESE Business School í Barcelona, B.A. gráðu í almannatengslum frá Auckland University of Technology í Nýja Sjálandi og IAA diplomagráðu í markaðs- og auglýsingafræðum frá IACT í Kuala Lumpur. 

Hrafnhildur hefur jafnframt mikinn áhuga á markþjálfun og er útskrifaður stjórnendamarkþjálfi frá Háskólanum í Reykjavík 2014. Hún hefur  reynslu af stjórnarsetu og er ein af þremur stofnendum styrktarfélagsins Gleym mér ei og situr í stjórn þess.

„Að stuðla að betri tækifærum kvenna í athafnalífinu er gríðarlega mikilvægt og verður það spennandi verkefni að fá að leiða FKA áfram í því góða starfi sem hefur verið unnið. Í þeim verkefnum sem ég mun takast á við verða gildi félagsins mitt leiðarljós: Framsýni, Kunnátta og Afl, segir Hrafnhildur.

Hrafnhildur verður sýnileg og mun tileinka sér starfsemi FKA á næstu vikum, Hulda mun áfram sjá um síma og tölvupóst FKA þangað til annað verður tilkynnt.  Nú fer í hönd yfirfærslu tímabil sem mun ljúka í maí.

Rúmlega 60 umsóknir bárust um starf framkvæmdastjóra FKA og var hæfi, reynsla og menntun þeirra umsækjenda afar mikil og erum við stoltar af þeim áhuga og velvilja sem er í garð félagsins .  

Mig langar til að þakka þeim frábæru og áhugasömu umsækjendum úr hópi FKA kvenna sem sóttu um stöðuna fyrir áhugann og ástríðuna fyrir því að starfa fyrir hönd félagsins. Það er mikill auður að eiga svona góðann hóp að.

Fyrir hönd stjórnar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Formaður FKA