Nýsköpunarnefnd FKA með rafrænan viðburð í tilefni Nýsköpunarviku.

„Vannýtt uppspretta hagvaxtar og atvinnusköpunar,“ segir Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA á Vísi í dag. Nánar HÉR.

Nýsköpunarnefnd FKA varpar ljósi á mikilvægi kvenna í nýsköpun og verður með rafrænan viðburð í tilefni Nýsköpunarviku.

Erindum verður streymt á visir.is á morgun þriðjudaginn 6. október 2020 kl. 16-18.

Við hvetjum alla áhugasama um nýsköpun til að fylgjast með viðburðinum á visir.is á morgun kl. 16.00.

Margrét Vilborg Bjarnadóttir, stofnandi og stjórnarformaður PayAnalytics og dósent við University of Maryland mun fjalla um vegferðina frá stærðfræðilíkani yfir á alþjóðamarkað.

Ragna Sara Jónsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri hönnunarmerkisins Fólk, mun í erindi sínu hvetja konur til að breytum heiminum frá hugmynd til alþjóðlegs rekstrar.

Rakel Garðarsdóttir, stofnandi og framkvæmdastjóri húð- og hárvöruframleiðandans Verandi veitir góð ráð undir yfirskriftinni: Ekki gera sömu mistök og ég – Áskoranir við að koma vörum á markað.

Alma Dóra Ríkarðsdóttir, viðskiptafræðingur og meistaranemi í kynjafræði mun fjalla um verkefni sem hún hefur unnið fyrir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið um konur í nýsköpun. Erindi hennar heitir: Hindranir, valdefling og framtíðin í nýsköpunarumhverfinu á Íslandi.

Huld Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður Nýsköpunarnefndar FKA skrifar á Vísi í dag HÉR.

Viðburðadagatal Nýsköpunarvikunnar er hægt að nálgast á vefsvæði hátíðarinnar HÉR, en frítt er inn á alla viðburðina.