Nýtt og uppfært miðlægt vefsvæði um jafnréttismál á vefsvæði Stjórnarráðsins.

Forsætisráðuneytið hefur sett í loftið nýtt og uppfært miðlægt vefsvæði um jafnréttismál á vefsvæði Stjórnarráðsins HÉR

Með þessu er ætlunin að miðla á einum stað gagnlegum og áhugaverðum upplýsingum um jafnréttismál á Íslandi.

„Ísland hefur verið efst á lista alþjóðaefnahagsráðsins í jafnréttismálum um nokkra hríð og státar af góðum árangri á mörgum sviðum. Á vefsvæðinu er hægt að nálgast upplýsingar á einum stað, bæði á íslensku og ensku, um aðgerðir stjórnvalda í jafnréttismálum, ýmsa áfanga og útgefið efni auk þess sem þar er að finna kyngreinda tölfræði sem er hornsteinn að markvissu jafnréttisstarfi.“

Á síðunni undir ,,Jafnrétti á vinnumarkaði” HÉR má finna upplýsingar um FKA en fjölmargt fróðlegt er á heimasíðunni.

,,Áfram verður unnið að því að bæta síðuna og uppfæra efni og allar ábendingar um það sem mætti bæta við eða breyta eru vel þegnar,” segir í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.