Nýtt upphaf á aðalfundi FKA. Unnur Elva Arnardóttir nýr formaður – Til hamingju með daginn!

Til hamingju með daginn félagskonur og stjórnarkonur – Nýkjörin stjórn FKA!

Unnur Elva Arnardóttir nýr formaður FKA fyrir öflugt starfsár hjá FKA sem fagnar 25 ára afmæli.

Aðalfundur Félags kvenna í atvinnulífinu, FKA var haldinn á Nauthóli miðvikudaginn 10. maí 2023 og þar tók við ný stjórn félagsins. Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður hjá Skeljungi er nýr formaður Félags kvenna í atvinnulífinu FKA.

Unnur Elva sem hefur gengt hlutverki varaformanns var ein í framboði og því sjálfkjörin. Stjórn­ar­kon­urnar Guðrún Gunnarsdóttir hjá Fastus og Dóra Eyland hjá GR eru hálfnaðar með kjör­tíma­bil sitt í stjórn og halda áfram. 

Í stjórnendahópinn eru að bætast við nýjar konur og félagið kynnir með stolti nýjar stjórnarkonur í stafrófsröð:

Andreu Ýr Jónsdóttur framkvæmdastjóra & hjúkrunarfræðing.

Bergrúnu Lilju Sigurjónsdóttur mannauðs og skrifstofustjóra (varakona til eins árs).

Erlu Björgu Eyjólfsdóttur hjá alþjóðlega ráðgjafafyrirtækinu Cohn & Wolfe á Íslandi, stundakennara Háskólanum á Bifröst og stjórnarkonu í Menntasjóði Námsmanna (varakona til eins árs).

Grace Achieng stofnandi & framkvæmdastjóri Gracelandic.

Guðlaugu Hrönn Jóhannsdóttur eiganda og framkvæmdastjóra GET Ráðgjafar ehf (varakona til eins árs).

Helgu Björgu Steinþórsdóttur stofnanda, stjórnarformann & eiganda.

Ingibjörgu Salóme Sigurðardóttur framkvæmdastjóra, hundaræktanda & eiganda (stjórnarkona til eins árs).

Stjórnarkonur og varakonur taka sæti í þeirri röð sem þær eru kosnar, fyrst sú sem flest atkvæði hefur að baki sér.

Að þessu sinni voru kosnar þrjár konur í aðalstjórn til tveggja ára, sú kona sem lendir Í fjórða sæti eftir atkvæðatalningu tók sæti í aðalstjórn til eins árs og þrjár konur voru kosnar í varastjórn til eins árs. Í varastjórn veljast þær þrjár konur sem næst því komust að hljóta kosningu í stjórn.

Niðurstaða kosningarinnar var sú að Grace Achieng, Andrea Ýr Jónsdóttir og Helga B. Steinþórsdóttir voru kjörnar í stjórn FKA til tveggja ára. Ingibjörg Salóme Sigurðardóttir var kjörin í stjórn FKA til eins árs. Þá þurfti hlutkesti kjörnefndar sem réð úrslitum í varastjórn þar sem Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir og Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir voru jafnar stigum. Varastjórn er sem hér segir:  Bergrún Lilja Sigurjónsdóttir er fyrsta varakona inn í stjórn, næst er Guðlaug Hrönn Jóhannsdóttir og síðan Erla Björg Eyjólfsdóttir.

Sem fyrr segir var eitt framboð sem barst í embætti formanns stjórnar og var Unnur Elva Arnardóttir sjálfkjörin sem formaður.

„Ég þakka traustið sem mér er sýnt nú þegar ég tek við keflinu sem formaður FKA. Ég heiti því að vinna áfram að öflugu félagsstarfi í þágu ykkar FKA kvenna allra og hlakka til að hefja nýtt starfsár að sumri loknu. Ég mun áfram vinna að fjölbreytileika og framsækni félagskvenna meðal atvinnulífsins og halda framtíðarsýn og gildum FKA á lofti. Það geri ég að sjálfsögðu ekki ein og nýt þar þekkingu þeirra nýkosnu kvenna sem nú taka sæti í stjórn. Ég óska þeim hér með til hamingju og hlakka til að takast á við verkefnin í þágu okkar allra félagskvenna,“ segir Unnur Elva Arnardóttir nýr formaður FKA.

Kjörstjórn FKA árið 2023 frá vinstri: Guðrún Hulda Ólafsdóttir, Arna Björg Rúnarsdóttir, Katrín S. Kristjana Hjartardóttir og Guðný Birna Guðmundsdóttir.

Öflugt starfsár framundan hjá stjórn FKA.

Við tekur öflugt starfsár sem framundan er hjá stjórn FKA sem skipuð er sjö konum og þremur til vara. Það var afar ánægjulegt að sjá tæplega 300 konur kjósa í aðdraganda aðalfundar og ný stjórn tekur við keflinu og hlakkar til að kynnast starfinu enn betur. Það er nýtt upphaf og öflugur og fjölbreyttur hópur kvenna leiðir félagið á spennandi tímum með ferskum og brakandi áskorunum. Góðu fréttirnar eru þær að Hreyfiaflsverkefni FKA hafa slegið hvet metið á fætur öðru, Landabyggðadeildir springa út, Alþjóðastarf hefur verið afar blómlegt og framundan er 25 ára afmæli FKA sem spennandi verður að telja í – ekkert nema tækifæri!

Aðalfundur FKA

Aðalfundur FKA var haldinn með breyttu sniði í ár og unnið út frá nýjum lögum félagsins. Félagskonum var gefið gott svigrúm til að kjósa og gátu sótt fundinn raun- og raf. Fundarstýra fundar var Ragnheiður Aradóttir PCC Stjórnendamarkþjálfi, ráðgjafi og eigandi PROcoaching & PROevents. Ritari fundar var Anna Þórdís Rafnsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni hjá Kviku banka. Að loknum aðalfundarstörfum seinni daginn var boðið uppá hanastél og vorstemmningu. Veðrið var milt og gott og FKA þakkar fyrir kröftugan og krefjandi vetur.

Þökkum við þeim sem tóku þátt í aðalfundi á einhvern hátt sem og frambjóðendum, stjórn og öðrum sem komu að framkvæmd fundar og öllum þeim sem hafa tekið þátt í umræðu um lög félagsins sem eru á leiðinni í betri fötin.

FKA þakkar fráfarandi stjórnarkonum og fráfarandi formanni Sigríði Hrund Pétursdóttur og óskar þeim öllum velfarnaðar!

Félagkonur taka fagnandi á móti nýjum tímum – og svo nýju starfsári áfram til áhrifa!

#FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur

Mf. myndasyrpa sýnir frá deginum //

Hulda Margrét Óladóttir – Ljósmyndari og viðskiptafræðingur – Sími 8970250
https://huldamargret.is
http://facebook.com/huldamargretphotography
http://instagram.com/huldamargretphotography
http://instagram.com/huldamargretsportphotography
https://www.linkedin.com/in/huldamargret/

https://huldamargret.photoshelter.com

Andrea Róbertsdóttir #Nauthóll Unnur Elva Arnardottir #Skeljungur Guðrún Gunnarsdóttir #Fastus Dora Eyland #GR Ragnheiður Aradóttir #PROcoaching #PROevents Anna Thordis Rafnsdottir #Kvikubanki Katrín Hjartardóttir Arna Björg Rúnarsdóttir Guðný Birna Guðmundsdóttir Guðrún Hulda Ólafsdóttir @Nanna G. Waage Marinósdóttir @Margrét Ingþórsdóttir @Þórður Höskuldsson #Sonik Íris Ósk Ólafsdóttir Sigrún Jenný Bardadóttir Sigridur Hrund / Victoria @Snædís Traustadóttir #FKA #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAkonur