Óskað er eftir framkvæmdastjóra til starfa hjá FKA

Umsóknarfrestur til og með 31. janúar 2016.

Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) óskar að ráða framkvæmdastjóra til starfa.   

FKA er öflugt tengslanet kvenna og er markmið félagsins meðal annars að sameina konur í atvinnulífinu og um leið að auka sýnileika og tækifæri kvenna með því að stuðla að virðingu og verðskuldaðri athygli samfélagsins á framlagi fyrirtækja sem rekin eru af konum.   

Vilt þú leiða um 1000 manna öflugt félag sem hefur það að markmiði að efla tengsl kvenna sem koma að stjórnun og rekstri fyrirtækja? Í boði er einstaklega fjölbreytt, lifandi og krefjandi starf.  Félagið hefur vaxið og dafnað undanfarin ár. Lögð er áhersla á góða þjónustu við félagskonur, sýnileika félagsins út á við og samskipti við fyrirtæki og stofnanir eftir því sem við á hverju sinni.  

Starfssvið:

 • Stjórnun á starfsemi og þjónustu félagins
 • Upplýsingagjöf og samskipti
 • Viðburðarstjórnun
 • Kynningar og markaðsstarf
 • Fjármál
 • Upplýsingamál
 • Samstarf við nefndir og deildir félagsins o.fl.  

Hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Stjórnunarreynsla
 • Góð samskiptafærni
 • Skipulögð og öguð vinnubrögð
 • Framúrskarandi tölvufærni
 • Góð tengsl
 • Sveigjanleiki og samstarfsvilji
 • Hæfileiki til að tjá sig í ræðu og riti
 • Rík þjónustulund
 • Áreiðanleiki

Í boði er einstaklega fjölbreytt, lifandi og krefjandi starf.  Félagið hefur vaxið og dafnað undanfarin ár.    Lögð er áhersla á góða þjónustu við félagskonur, sýnileika félagsins út á við og samskipti við fyrirtæki og stofnanir eftir því sem við á hverju sinni. 

Hagvangur sér um ráðninguna –  smelltu hér til að færast á heimasíðu Hagvangs