Fida Abu Libdeh er framkvæmdastýra og einn af stofnendum GeoSilica sem þróar og framleiðir fæðubótarefni úr eldvirkum jarðvegi Íslands. Fida er einkar stolt af fólkinu sem starfar innan veggja GeoSilica, hún segir sérstaka týpu af manneskju þurfa til að vinna hjá sprotafyrirtæki.
Fida hlaut FKA Hvatningarviðurkenninguna 2021, er varaformaður FKA á Suðurnesjum og hefur verið mentor Academy for Women Entrepreneurs, AWE þar sem FKA er samstarfsaðili.
„Við þurfum að nýta okkur styrkleikann sem felast í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA Suðurnes mun leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónasemi.“
,,Íslensk fyrirtæki eru jafn ólík og þau eru mörg, áskoranirnar mismunandi og enginn vinnudagur er eins,” segir á síðu SA og hér má fá þyrlusýn og innsýn í líf Fidu.

#GeoSilica @Fida Abdu Libdeh #fka #FKAViðurkenningarhátíð2021 #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur