
Hlutur kvenna í íslenskum fréttum hefur rýrnað frá könnun sem gerð var fyrir fimm árum. Tæpur þriðjungur frétta í íslenskum fréttamiðlum er skrifaður eða fluttur af konum og íslenskar fréttakonur voru líklegri en starfsbræður þeirra til að tala við eða fjalla um konur.
Konur eru viðmælendur eða umfjöllunarefni í 33% þeirra frétta sem konur skrifa í íslenska fréttamiðla en í 8% frétta sem skrifaðar eru af körlum samkvæmt rannsókninni. Af henni mátti ekki ráða að fréttakonur hér fjölluð síður um hörð mál fréttakarlar. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynnta nánar á Jafnrétttisþingi á miðvikudaginn. Í dag verða alþjóðlegu niðurstöðurnar kynntar í höfuðstöðvum UN Women í New York.
Helstu fréttamiðlar í 114 löndum voru vaktaðir 25. mars í ár og kannað hveru oft var talað við eða fjallað um konur, í hvers konar fréttum og í hvers konar hlutverkum, sem og hver var hlutur fréttakvenna og fréttakarla. Ísland tók fullan þátt í könnuninni sem gerð er á fimm ára fresti í annað sinn.
Greindar voru fréttir RÚV í útvarpi og sjónvarpi, Morgunblaðinu og netmiðlum þeirra, Stöð2 Bylgkjunni, Fréttablaðinu, á dv.is, eyjunni/pressunn.is, og kjarnanum.is.
Hér er frétt RÚV um málið:
http://ruv.is/frett/hallar-a-konur-i-frettum
**
FKA er með sambærilegar niðurstöður frá Creditinfo árið 2013 þar sem heildarfjöldi viðmælenda var yfir 100.000 á tímabilinu 1. febrúar 2009 til 30. ágúst 2013.
Helstu niðurstöður þar voru þær að hlutfall viðmælanda í ljósvakaþáttum og fréttum voru 70% karlkynsviðmælenda gegn 30% kvenkynsviðmælenda.