Réttarbót sem stuðlar að bættri stöðu kvenna og auknu kynjajafnrétti.

Fjölmargir umsagnaraðilar hvetja félagsmálaráðherra til að endurskoða áform um að stytta þann tíma sem foreldrar hafa kost á að nýta fæðingarorlofsréttinn úr 24 mánuðum í 18 mánuði.

Því til stuðnings vísa þeir ýmist í mikilvægi þess að tryggja foreldrum þann sveigjanleika sem fylgir því að geta skipulagt orlofstökuna eða benda á þann mikla fjölda barna sem fær ekki leikskólapláss fyrr en við tveggja ára aldur.

,,Alls hafa 253 umsagnir borist í samráðsgátt stjórnvalda um drög að frumvarpi Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra, um fæðingar- og foreldraorlof. Langflestir umsagnaraðilar fagna því að með frumvarpinu standi til að lengja samanlagðan rétt foreldra til fæðingarorlofs úr tíu mánuðum í tólf en mjög eru skiptar skoðanir á því hvernig æskilegast sé að skipta réttindunum milli foreldra.”

Nánar um frétt HÉR

Samráðsgáttin HÉR