,,Reykjavík – Árósar – Hegranes – vegferð frumkvöðuls, hindranir og árangur.” Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður til umfjöllunar á ráðstefnu FKA 17. apríl nk.

Reykjavík síðdegis – Selur vörur á Amazon og Walmart beint frá Skagafirði

,,Hildur Magnúsdóttir framkvæmdastjóri Pure Natura ræddi við okkur um fyrirtækið sem selur vörur sínar víða um heim.”

Hildur Þóra Magnúsdóttir hjá Pure Natura verður með erindi á ráðstefnunni ,,Reykjavík – Árósar – Hegranes – vegferð frumkvöðuls, hindranir og árangur.”

Ráðstefnan heitir Arðsemi hamingjunnar á landsbyggðinni – Ný heimssýn á nýjum tímum og verður rafræn laugardaginn 17. apríl nk.

Hlekkur HÉR

Hver eru tækifæri landsbyggðarinnar? Hvernig tökumst við á við breyttan veruleika? Hver er vegferð frumkvöðuls, hindranir, árangur og hvert er sunnlenska-módelið? Fjallað verður um sjálfbærni, nýsköpun, úthýsingu starfa, skapandi markaðssetningu, nándina í fjarlægðinni – og hvað svo?

Af hverju fækkaði íbúum London um 10% í fyrra? Eru litlir bæir að endurheimta sinn fyrri sjarma?

Covid hefur sannað að fólk getur sett lífsgæðin í forgang, flutt starfið með sér á sinn drauma búsetustað eða skapað tækifæri hvar sem er á landinu. Íbúum stórborga í Evrópu hefur fækkað undanfarið ár og smærri borgir og bæir hafa endurheimt sinn fyrri sjarma. Ríkidæmi landsbyggðarinnar verður því til umfjöllunar á ráðstefnunni Ný heimssýn á nýjum tímum.

Um ræðir gífurlega mikilvægt byggðamál og tækifæri til að halda landinu í byggð. Til að vel takist til er nauðsynlegt að styrkja samfélög á landsbyggðinni og bjóða upp á öfluga grunnþjónustu fyrir íbúa. Tækifærin á landsbyggðinni eru óteljandi og þurfa störf án staðsetningar einungis tvennt:

  • Nettengingu.
  • Samgöngur.

Landsbyggðadeildir Félags kvenna í atvinnulífinu  FKA tóku höndum saman og verða með innihaldsríka ráðstefnu þar sem fjallað er um ríkidæmi landsbyggðarinnar. Á ráðstefnunni skautum við yfir sviðið og ræðum tækifæri í takt við þessa nýju heimssýn á nýjum tímum

Reykjavík síðdegis Bylgjan HÉR

#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #Bifröst #HáskólinnáBifröst #Nýsköpun @Hildur Magnúsdóttir #Pure Natura #Reykjavíksíðdegis #Bylgjan @Kristófer Helgason @Þórdís Valsdóttir