Reykjavik Letterpress hannar fyrir IKEA

Frétt af visir.is
**
Íslenska fyrirtækið Reykjavík Letterpress var fengið til þess að hanna línu fyrir sænska húsgagnarisann IKEA. 

„Þetta er bara rosalega spennandi. Við gerðum okkur engan veginn grein fyrir hvaða þýðingu þetta myndi hafa,“ segir Ólöf Birna Garðarsdóttir, eigandi og hönnuður Reykjavík Letterpress ásamt Hildi Sigurðardóttur. „Hún Sigga Heimis, sem hefur verið hönnuður fyrir IKEA, vissi af okkur og benti á okkur,“ segir Ólöf. 

Verkefnið er hluti af nýrri hugmyndafræði hjá IKEA þar sem ætlunin er að vera með hliðarvörulínur til viðbótar við þær sem fyrir eru. „Þemað í ár er matur og allt sem honum tengist og hvernig við getum gert fallegt hjá okkur í kringum matmálstíma,“ segir Ólöf. 

Hér er frétt Vísis/Vísir.is í heild – SMELLTU HÉR