Reyndar göngukonur, minna reyndar og óreyndar fjalladrottningar í FKA.

FKA-Fjalladrottningar fóru í fyrstu gönguna nýverið þegar Úlfarsfell Mosfellsbæ var gengið með tveggja metra bili.

FKA-Fjalladrottningar er fyrir reyndar göngukonur, minna reyndar og óreyndar fjalladrottningar í FKA.

Þetta er liður í því að eiga samtal, hittast, næra andann og kroppinn. Félagskonur mega taka vinkonu með, mæta allar á eigin ábyrgð og gefa engan afslátt af sóttvörnum.

Eddu Rún Ragnarsdóttur er þakkað frumkvæðið!

Gengið er fyrsta sunnudag í mánuði.

Muna að klæða sig eftir veðri, vera með vatsbrúsa í þægilegum skóm og muna sóttvarnir í takt við gular Covid viðvaranir og aðstæður almennt á tímum Covid.

Nánar um FKA Fjalladrottningar HÉR