Rising Star 2016 eru Florealis og Crankwheel.

DSC_0265Rising Star & Fast 50 fór fram í Turninum 16.nóvember
þar sem sex sprotafyrirtæki, Ankra, Crankwheel, Florealis, Guide to
Iceland, Karolina Fund og Tagplay,
kepptust um
Rising Star 2016 á uppskeruhátíð tæknigeirans.

Verkefnið er rekið af Deloitte og er FKA
stoltur samstarfsaðili ásamt Samtökum Iðnaðarins, Íslandsbanka og
Nýsköpunarmiðstöð Íslands. FKA óskar öllum sex sprotafyrirtækjunum til hamingju
með árangurinn og sérstaklega vinningshöfunum Florealis og Crankwheel 

Ankra-og-florealisTvö fyrirtæki í eigu FKA kvenna kepptu til
úrslita, Ankra og Florealis en Kolbrún Hrafnkelsdóttir var valinn sigurvegari
af dómnefnd ásamt Crankwheel. Kolbrún hlaut jafnframt Hvatningarviðurkenningu
FKA í ár.

Við óskum FKA konunum okkar til hamingju með
árangurinn sem og öllum þeim frábæru sprotum sem tóku þátt keppninni.

Á viðburðinum var einnig birtur Fast 50
listinn þar sem tiltekin eru þau tæknifyrirtæki sem hafa vaxið hvað hraðast hér
á landi. 

AzazwFKA óskar félagskonunni Brynju Guðmundsdóttur, stofnanda og
framkvæmdastjóra Azazo til hamingju sem vermir sjöunda sæti á lista yfir þau fyrirtæki í örum vexti eða um 71% frá 2012 – 2015.

Sigurvegarar í Rising Star er boðið á Slush fjárfestaráðstefnu í Helskinki sem fram fer 29. nóvember til 1. desember næstkomandi auk 600 þúsund króna verðlauna frá Íslandsbanka.

Sigurvegurunum stendur einnig til boða að funda með innlendum fjárfestingarsjóðum til að ræða mögulegar fjárfestingar.

Vvvv

FKA þakkar fyrir frábært samstarf við Deloitte, SI, Íslandsbanka og Nýsköpunarmiðstöð Íslands og óskar vinningshöfum til hamingju sem og öllum þeim sem tóku þátt.