Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er maður ársins hjá Frjálsri verslun

Fjölmargir komu á Hótel Sögu mánudaginn 29. desember til þess að heiðra Róbert Guðfinnsson og fjölskyldu. 

Að mati Frjálsar verslunar var Róbert, athafnamaður á Siglufirði, maður ársins í atvinnulífinu á Íslandi árið 2014.
Hann hefur fjárfest fyrir á fjórða milljarð í heimabyggð sinni á Siglufirði í líftækni og ferðaþjónustu, að mestu fyrir eigið fé sem hann hefur flutt til landsins og er afrakstur af erlendri starfsemi hans í sjávarútvegi og fiskeldi. 

Hér er frétt útgáfufélagsins Heims og slóð á myndir úr heiðursboðinu – smelltu hér.