Samtök atvinnulífsins eru tilbúin til að skoða sérstaka hækkun lægstu launa í þeim kjaraviðræðum sem nú standa yfir. Þetta kom fram í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem rætt var við Þorstein Víglundsson, framkvæmdastjóra SA og Björn Snæbjörnsson, formann Starfsgreinasambands Íslands (SGS).
Til að það sé mögulegt þarf að ná sátt um að hlutfallsleg hækkun lægstu launa verði ekki fyrirmynd að almennum launahækkunum því það myndi valda mikilli verðbólgu, aukningu skulda og hækkun vaxta. Allir yrðu í verri stöðu ef slíkir samningar yrðu gerðir en auk hækkunar lægstu launa vilja SA leggja sitt af mörkum til að kaupmáttur haldi áfram að vaxa.
Sjá ítarlegri grein SA – SMELLTU HÉR