,,Á rafrænum fundi Nýsköpunarnefndar Félags kvenna í atvinnulífinu sem fram fór nýlega benti Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins og formaður nefndarinnar, á að einungis 1,4% af fjármögnun fjárfestingarsjóða færu til fyrirtækja sem stofnuð eru eingöngu af konum en 88% fjármagnsins til nýsköpunarfyrirtækja sem eingöngu eru stofnuð af körlum. Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, sem er í ítarlegu viðtali í bókinni 300 stærstu sem kom nýlega út, segir þetta sýna svart á hvítu að svigrúm sé til að bæta þetta, en hún finni þó fyrir því að það sé mikil meðvitund um það í samfélaginu og innan sprotageirans að efla þurfi þátt kvenna í tækni og nýsköpun…”
,,Hvetjandi að draga fram kvenfyrirmyndir.”
Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að efla þurfi þátt kvenna í tækni og nýsköpun.
Nánar í Viðskiptablaðinu HÉR
@Salóme Guðmundsdóttir @Huld Magnúsdóttir #fka#Hreyfiafl#viðskiptablaðið#nýsköpunarvika#nýsköpun
