Leiðandi aðilar í sprotasamfélaginu á Norðurlöndunum, með Salóme Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Klak Innovit í fararbroddi, lokuðu hlutabréfamarkaði Nasdaq í New York með bjölluhringingu, þriðjudaginn 25. ágúst s.l.
“Þetta er í fyrsta sinn sem við komum öll saman á einn stað með formlegum hætti, en ferðin til New York var liður í því að styrkja enn frekar samtarfið okkar á milli og vekja athygli á norrænu sprotasenunni á austurströnd Bandaríkjanna” sagði Salóme í pósti til FKA, en hún er félagskona og hluti af deild LeiðtogaAuðar.
Með í för vori tvö sprotafyrirtæki frá hverju landi sem fengu tækifæri til að kynna sig fyrir fjárfestum og fjölmiðlum í New York. Fyrir hönd Íslands fóru Sesselja Vilhjálmsdóttir, stofnandi TagPlay og Diðrik Steinsson, meðstofnandi og framvæmdastjóri Breakroom.
Með bjölluhringingunni í Nasdaq var #NordicMade myllumerkið formlega tekið í notkun, en því er ætlað að sameina fréttir úr norrænu sprotasenunni á einn stað:
Tilkomu bjölluhringingarinnar má tengja við þær staðreyndir að Norðurlöndin hafa hlutfallslega getið af sér flest milljarða dala fyrirtæki í heimi miðað við höfðatölu fyrir utan Silicon Valley. Fjárfestingar sjóða í norrænum sprotafyrirtækjum á fyrstu sex mánuðum ársins námu yfir 1 milljarði USD sem er met, en áætlað er að sú upphæð verði um 1,5 milljarðar USD í árslok 2015.
Að sögn Salóme eru augu alþjóðasamfélagsins eru á Norðurlöndunum, en 25% af fjárfestingu síðasta árs kom frá Bandaríkjunum.
Hér smá myndir úr ferð þeirra:
https://www.flickr.com/photos/slushmedia/sets/72157657288844079
Frétt Hringbrautar um málið:
http://www.hringbraut.is/frettir/salome-hja-klak-lokadi-nasdaq-i-gaer
Og á vefsíðu Nasdaq NYC:
http://www.nasdaq.com/marketsite/marketsite-events-detail.aspx?fn=201508-close08252015.txt
Tíst er um viðburðinn undir merkinu #NordicMade.
Áfram sprotar!