Edda Sif Pind Aradóttir sem hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2022 mætti á Sprengisand í morgun til að ræða Carbfix, spennandi framtíð í niðurdælingu koltvísýrings í berg.
Edda Sif Pind Aradóttir hjá Carbfix á Sprengisand HÉR.
Kraftmikil umræða um pólitíkina og landsmálin í umsjón Kristjáns Kristjánssonar er á Sprengisandi á Bylgjunni á sunnudögum.
Edda Sif átti gott spjall við Kristján í morgun þar sem fram kom að við munum ekki ná Parísarsamningnum án umfangsmikillar föngunar og förgunar á koldíoxíði „… og þar erum við að tala um að á heimsvísu, til ársins 2060 og töluvert þar áður þurfum við að vera komin á þann skala að á hverri einustu sekúndu þá erum við að fanga og dæla niður einhvers staðar í heiminum sem nemur magninu af vatninu sem flæðir um Gullfoss,“ segir Edda Sif.
Edda Sif er vísindakona á heimsmælikvarða, er framkvæmdastýra Carbfix um hugvit og loftslagsmál, sem hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna 2022 sem er veitt konu í atvinnulífinu fyrir athyglisvert frumkvæði.

HLUSTA Á EDDU SIF HÉR.
#FKA#FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKAViðurkenningarhátíðin2022 #FKAViðurkenningarhátíð2022 #FKAViðurkenningarhátíð #FKAviðurkenningin #FKAhvatningarviðurkenning #Carbfix @Edda Sif Pind Aradottir @Kristján Kristjánsson #Sprengisandur #Bylgjan


