Saman borðum við fíl – einn bita í einu!

Kæru félagskonur!


Opnunarviðburðurinn heppnaðist vel, var nærandi og nú keyrum við starfsárið í gang.

Stjórn FKA tók yfir lyklaborðið í örskutstundu til að segja okkur frá sínum áherslum, slá tón og taktinn í upphafi starfsárs. Að öllu saman lögðu, ef við pökkum stemningunni inn í eina setningu þá er það ,,BORÐUM ÞENNAN FÍL!”

Dagskráliðir stjórnar FKA bera yfirskriftina „BORÐUM ÞENNAN FÍL“ þetta starfsárið.

Viðburðir og innslög eru að taka á sig fjölmargar myndi og verða festir í form á skapandi máta.

Auðvitað verður dagskrá aðallega í höndum nefnda, deilda og ráða og gaman er að segja frá þeim stórglæsilega hópi félagskvenna FKA sem gaf kost á sér til starfa fyrir félagið starfsárið 2020-2021. Það er ávallt þakklæti sem er efst í huga þegar kemur að óeigingjörnu og metnaðarfullu framlagi til félagsins.

Saman borðum við fíl – einn bita í einu og þakkar stjórn FKA kærlega vel fyrir samveru á Opnunarviðburði í Búrfellsgjá sem var í þessari seríu. Næst á dagskrá og komið á viðburðadagatalið:

BORÐUM ÞENNAN FÍL með Sahara / Þyrlusýn fyrir félagskonur FKA yfir stafræn markaðsmál er á dagskrá 24. september 2020.

BORÐUM ÞENNAN FÍL með Grétu Maríu Grétarsdóttur / „Það er mikilvægt að þora að viðurkenna mistök. Fjöllum um listina að mistakast – mistakast með stæl!“ 7. október 2020.

Það eru þannig tímar og við verðum að vera opnar fyrir sýnileika, hreyfiafl og tengslanet í takt við nýja tíma. Fylgist vel með á viðburðadagatalinu á heimasíðunni.

FKA heldur áfram að styðja kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina til aukins sýnileika og þátttöku og félagskonur verða að átta sig hvað þær vilja gefa félaginu og hvað þær vilja fá frá FKA. Allar eiga að geta fundið sína hillu innan FKA.

Það er fjölbreytt dagskrá fyrir fjölbreyttan hóp kvenna í FKA og svo er lífið í köflum hjá öllum þannig að konur eru misvirkar og það er líka bara besta mál. Það verður alltaf að hlúa vel að sér og huga að jafnvæginu en félagskonur eru hvattar til að  vera duglegar að setja sig á dagskrá.

Útfærsla á fjölmörgum valdeflandi viðburðum í raunheimum og netinu eru að birtast á degi hverjum.

Saman borðum við fíl – einn bita í einu!