Samræming starfs og einkalífs

Áskorun stjórnenda í jafnvægi milli vinnu og einkalífs -Grand hótel, miðvikudaginn 28. nóvember 8.30-10.00.

Á morgunverðarfundi Fræðslunefndar skyggnumst við á bakvið tjöldin og heyrum reynslusögur þeirra kvenna sem takast á við krefjandi áskoranir á hverjum degi. Um leið og við sem atvinnurekendur og stjórnendur viljum gera vel við okkur sjálfar og starfsfólk okkar þá getum við ekki slakað á kröfum sem stjórnendur.

Við fáum góð ráð byggð á sjónarmiðum þeirra sem hafa mannaforráð, veita ráðggjöf eða aðstoða stjórnendur að finna jafnvægi á milli vinnu og einkalífs; Katrín Júlíusdóttir sem ráðherra og móðir, Árelía Eydís sem fer yfir áskoranir stjórnenda í litlum og meðalstórum fyritækjum og Ingrid Kuhlman sem nálgast efnistökin út frá einstaklingnum sjálfum og bendir á hagnýtar leiðir til að takast á við áskorunina.

Katrín Júlíusdóttir

Katrín Júlíusdóttir var skipuð iðnaðarráðherra 2009 og hefur hún setið á Alþingi frá árinu 2003. Katrín á einn son fæddan 1999 og í lok febrúar á þessu ári eignaðist hún tvíbura og fór í fæðingarorlof, þá sem iðnaðarráðherra. Þegar hún snéri aftur úr fæðingarorlofi þann 1. október tók hún við sem fjármálaráðherra en efnahags og viðskiptaráðuneytið höfðu þá færst undir fjármálaráðuneytið.

Árelía Eydís Guðmundsdóttir

Árelía hefur leiðbeint stjórnendum fyrirtækja og stofnana í málefninu í fjölda mörg ár. Í erindi sínu tekur hún á þeim áskorunum sem stjórnendur lítilla og meðalstórra fyrrirtækja takast á við. Árelía nam vinnumarkaðsfræði í London School of Economics and Political Science og í dag starfar hún sem dósent við Viðskiptadeild Háskóla Íslands þar sem hún kennir leiðtogafræði og stjórnun.

Ingrid Kuhlman

Ingrid stofnaði Þekkingarmiðlun ásamt eiginmanni sínum Eyþóri Eðvarðssyni árið 2002. Hún hefur veitt ráðgjöf og haldið fjölda námskeiða tengt málefninu. Í dag nálgast hún málefnið með einstaklingsmiðaða nálgun í huga sem miðar að því að einstaklingurinn setji sér persónulegt leiðarljós, markmið, forgangsraði, finni aðferðir til að kúpla sig frá vinnunni ofl.

Komdu til fundar við ráðherra, ráðgjafa og atvinnurekanda sem hver á sínu sviði hefur mikla reynslu af því að halda mörgum boltum á lofti og er málefnið hugleikið: Fjölmennum á síðasta viðburð starfsannarinnar – Spjall á léttu nótunum um krefjandi áskoranir! Skráning í gangi.

Athugið að þú þarft að vera skráð inn í nýja kerfið til að geta skráð þig á viðburðinn. Farðu í „GERAST FÉLAGI“ á forsíðunni www.fka.is og fylltu út eyðublaðið. Innskráning þín verður samþykkt innan sólahrings.