FKA heldur úti öflugu starfi á höfuðborgasvæðinu og á landsbyggðinni og stór hluti starfsemi FKA fer fram innan deilda og nefnda.
Tæknin hefur aukið samtalið í FKA um landið allt á tímum heimsfaraldurs, fært félagskonur af landinu öllu nær hverri annarri og aukið jafnræði.
Stjórn FKA fundaði með stjórnarkonum úr landsbyggðardeildum FKA í vikunni. Fundurinn var gefandi og svo augljóst að samvinnan og sameinaðir kraftar eru mikið fjörefni.
Hlutverk landsbyggðadeilda er að efla konur á landsbyggðinni og styrkja tengslanet nærumhverfis. Nánar um starfsemi FKA á landsbyggðinni HÉR

Það er mikilvægt að leyfa sér að hlakka til, efla tengslin og það er svo gott að finna að við tilheyrum. Þess vegna eru svo margir verndandi þættir sem konur upplifa með þátttöku í félagastarfi FKA.
Það eru 1200 konur í FKA um land allt, hver og ein ákveður hvað hún vill gefa félaginu og hvað hún vill fá frá félaginu.
Hægt er að sækja um aðild HÉR
Komdu með!
