Sendinefnd FKA til Parísar að taka á sig mynd

Ráðstefnan Global Summit of Women (GSW) verður haldin i París dagana 5. – 7. júní n.k.

FKA er alþjóðlegur samstarfsaðili GSW og fá félagskonur afslátt af ráðstefnugjaldi í gegnum það samstarf.

Sendinefnd á okkar vegum er nú að taka á sig mynd og er um tíu manna hópur FKA félagskvenna staðfestur auk þess sem Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur staðfest þátttöku ásamt föruneyti sínu. Hanna Birna mun halda erindi á ráðstefnunni sem og Sigríður Heimisdóttir iðnhönnuður sem starfar í höfuðstöðvum IKEA sem „Range Strategist“. Þar stýrir hún verkefnum sem leggja grunninn að vörulínum framtíðarinnar hjá samstæðunni.

Meet in Reykjavík – Convention Bureau for Reykjavík City – er einnig formlegur þátttakandi í GSW verkefninu í ár og mun það styrkja viðveru hópsins í heild. Bás FKA verður settur upp á nútímalegan og smart máta í samstarfi við skrifstofuna. Félagskonur hafa því tækifæri til að koma sér á framfæri með fjölbreyttum hætti.

Alla jafna sækja um 1000 konur ráðstefnuna ár hvert og er þetta ráðstefna stjórnenda, frumkvöðla og rekstrarkvenna úr atvinnulífinu, auk fulltrúa frjálsra félagasamtaka og kvenna sem starfa á stjórnmálasviðinu. Á ráðstefnunni er ávallt boðið upp á fjölda frábærra fyrirlestra, pallborðsumræður og vinnustofur.

Mikil áhersla er lögð á tengslamyndun þátttakenda og hefst því hver dagur á „networking“ morgunverði og lýkur með kvöldverðarboði. Til að ráðstefnan nýtist okkar konum sem allra best mun FKA í samvinnu við íslenska sendiráðið í París og Fransk-íslenska viðskiptaráðið bjóða upp á B2B viðskiptafundi daginn áður en ráðstefnan hefst.

Við hvetjum áhugasamar til að staðfesta þáttöku hið fyrsta.

Lokafrestur til skráningar í pakkaferð FKA var framlengdur og þarf staðfesting að hafa boristfyrir lok mánudags þann 24. mars.

Á myndinni má sjá Berglindi Ásgeirsdóttur sendiherra Íslands í París, Siggu Heimis iðnhönnuð, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Irene Natividad stofnanda og eiganda GSW.

50% afsláttur er af ráðstefnugjaldi fyrir maka félagskvenna sem vilja sækja ráðstefnuna með sínum betri helmingi.

Í kjölfar ráðstefnunnar verður þátttakendum boðið að framlengja ferðina um nokkra daga og kynna sér það besta sem Bordeaux héraðið hefur upp á að bjóða í mat og drykk.

Hér eru tveir pakkar sem bjóðast fram til 24. mars:

Dagskrá:

Ferðaplan A:

4. júní Morgunflug til Parísar Síðdegismóttaka
5. júní Viðskiptafundir – BtoB Opnunardagskrá – Kvöldverður GSW
6. júní Ráðstefnudagskrá – Gala dinner
7. júní Ráðstefnudagskrá – Lokahátíð og kvöldverður
8. júní Flogið heim

Áætlað verð kr. 158.000

(flug og hótel; 2ja eða 3ja manna herb.) + ráðstefnugjald USD 600 (innifalið; allar máltíðir, túlkaþjónusta og ráðstefnugögn) 

Samtals: 228 þús. ísl. kr.

Ferðaplan B: 
Eins og ferðaplan A ( flogið út til Parísar 4. júní – og ráðstefnan til 8. júní ) en við bætist sannkölluð sælkeraferð:

8. júní Lest til Bordeaux – Gist í 2 nætur á 4* hóteli, héraðið skoðað og dekrað við bragðlaukana. Vínsmökkun hjá vínræktendum auk þess sem nokkrir af þekktustu matreiðslumeisturum Frakka reiða fram það besta sem frönsk matargerðarlist hefur upp á að bjóða.

10.júní Kvöldlest til Parísar – Gist á 4-5 * hóteli i París.

11.júní Hádegisflug heim til Íslands. Áætlað verð kr. 158.000 (flug og hótel; 2ja eða 3ja manna herb.) +ráðstefnugjald USD 600 (innifalið; allar máltíðir, túlkaþjónusta og ráðstefnugögn) + Bordeaux ferð 517 Evrur og 1 aukanótt á hóteli í Paris

Samtals: 326 þús. ísl. kr.

** Allar nánari upplýsingar veita:

Hulda Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri FKA hulda@fka.is og Jónína Bjartmarz, formaður Atvinnurekendadeildar, jonina@joninabjart.is, sími: 899-1264.

Heimasíða ráðstefnunnar – Smelltu hér

    SKRÁNING – LOKAFRESTUR 24. MARS – SMELLTU HÉR