Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir og frumkvöðlaverkefnið Tré lífsins

Sigríður Bylgja er 33 ára gamall frumkvöðull sem er búin að vera að vinna af öllu sínu hjarta að verkefni undanfarin fimm ár sem er Tré lífsins. Í þessu viðtali, sem Óli Jóns tók í sumar og birtir nú, segir Sigríður okkur frá Tré lífsins, frá menntun sinni og þeim ævintýrum sem hún hefur lent í … sem er fjölmörg þrátt fyrir ungan aldur.

Viðtalið má hlusta á HÉR.

Á trelifsins.is segir:
„Tré lífsins er frumkvöðlaverkefni í þróun sem mun bjóða upp á nýjan valmöguleika við lífslok. Tré lífsins býður upp á skráningu sögunnar okkar og hinstu óska á persónulega síðu, bálstofu, gróðursetningu á ösku hins látna ásamt tré í Minningagarði og rafræna minningasíðu.Tré lífsins er óháð öllum trúar- og lífsskoðunarfélögum og mun vera opið öllum óháð trú þeirra, trúleysi eða lífsskoðun.”