Sjáumst sem víðast kæru félagskonur FKA – líka á Linkedin.

Möguleikar Linkedin eru miklir og það hefur verið áhugavert að fylgjast með framþróun miðilsins.

FKA hefur gert sitt besta til að nýta þennan öfluga miðil og það er ánægjulegt að sjá fjölmargar flottar félagskonur sem eru með FKA í sínum profile og tengjast því líka í gegnum Linkedin.

Félagskonur eru hvattar til að fylgja FKA (Follow) á Linkedin og deila þaðan spennandi efni sem við setjum stoltar inn og deilum eins og vindurinn. Það bætast við fréttir af félaginu jafnt og þétt.

Félagskonur sem vilja koma sér á framfæri og byggja upp enn sterkara tengslanet eru hvattar til að kynna sér möguleika LinkedIn en meðal félagskvenna eru konur sem hafa nýtt miðilinn af mikilli snilld og hægt er að máta sig við.

Með Linkedin er hægt að koma efni í dreifingu á hagkvæman hátt og hægt er að ná til einstaklinga út frá; fyrirtæki sem þeir starfa hjá, starfstitlum og fleira, eitthvað sem hentar eintaklega vel fyrir fyrirtæki sem eru til dæmis í B2B markaðssetningu.

Með því að bæta LinkedIn við aðgerðarplanið opnast á tækifæri sem geta nýst fyrirtækjum vel og þau náð til einstaklinga sem fram til þessa hefur reynst erfiðara að ná til.

Sjáumst … sem víðast!

FKA á Linkedin HÉR