,,Skjáumst” á fimmtudaginn kæru félagskonur á viðburði sem átti að vera í raunheimum.

,,Skjáumst” á fimmtudaginn kæru félagskonur!


Spennandi viðburður Sahara um stafræn markaðsmál verður á netinu á fimmtudaginn, Sahara verður með gagnvirkt streymi á lokuðu Facebook félagskvenna FKA.


Dagskráliðir stjórnar FKA bera yfirskriftina „BORÐUM ÞENNAN FÍL“ þetta starfsárið. Viðburðir og innslög eru að taka á sig fjölmargar myndi og verða festir í form á skapandi máta.

BORÐUM ÞENNAN FÍL með Sahara / Þyrlusýn fyrir félagskonur FKA yfir stafræn markaðsmál er á dagskrá fimmtudaginn 24. september 2020 kl. 17.00-18.30. ATH VERÐUR BARA Á NETINU.

Um er að ræða valdeflandi viðburð, Flott öpp og verkfæri fyrir félagskonur til að þjónusta sig sjálfar, efla andann og ná forskoti – Hvernig fylgjumst við betur með samkeppnisaðilum? Hvernig verðum við sýnilegar? Hvað er að frétta af okkur þarna úti? … og annað valdeflandi efni á dagskrá:


Arna Þorsteinsdóttir – Digital Brand Manager. / „Ertu jafnvel með markaðsdeildina í vasanum?”
Eva Þorsteinsdóttir – Head of Production. /„Af hverju myndbönd?”
Erla Arnbjarnardóttir – Digital Marketing Specialist. / „Af hverju Google?”
Ásthildur Gunnarsdóttir – Operations Manager. / „Ertu að eltast við rétta fólkið?”

Saman borðum við fíl – einn bita í einu!


Sahara og gagnvirkt streymi á lokuðu Facebook félagskvenna – ,,skjáumst” á fimmtudaginn!