Skráning er hafin! Jafnvægisvogin 2019 – Ráðstefna og viðurkenningarathöfn

Jafnvægisvogin 2019, ráðstefna um jafnrétti í atvinnulífinu og viðurkenningarathöfn, fer fram á Grand Hótel þann 5. nóvember næstkomandi kl 15:00.​
 
Ráðstefnan er haldin á vegum Jafnvægisvogar FKA, ásamt samstarfsaðilum úr forsætisráðuneytinu, Sjóvá, Deloitte, Morgunblaðinu og Pipar/TBWA.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni með það markmið að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
 
Hvar: Gullteigur – Grand Hótel
Hvenær: 5. nóvember 2019
Tími: 15:00-17:30
Skráning: HÉR
 
Dagskráin er svohljóðandi:
  • Opnunarávarp – Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra 
  • Kynjabókhald í Þáttagerð – Gísli Einarsson, dagskrárgerðarmaður RÚV  
  • Jafnrétti fyrir alla? -Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands
  • “En getur þú tekið ákvörðun?” – Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Marel á Íslandi  
  • Ávinningur allra! Jafnrétti í sveitarfélögum – Sigþrúður Ármann, framkvæmdastjóri Exedra
  • Þegar tölur vekja tilfinningar – Rakel Sævarsdóttir, ráðgjafi hjá Deloitte
  • Eliza Reid flytur ávarp og veitir verðlaun Jafnvægisvogarinnar árið 2019
  • Undirskriftir fyrir viljayfirlýsingar og myndataka
 
Miðaverð: 4.900 kr