Skráning hafin – Golfmót FKA 12. júní

GOLFMÓT FKA 2012 Í GRINDAVÍK

KÆRU FKA KONUR -  NÚ  VERÐUR ÞAÐ RAUTT

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG 

Þriðjudaginn 12. júni 12,00 til 21.30 (ATH. breytt dagsetning frá fyrstu útsendingu)

Nú er komið að hinu árlega golfmóti FKA. Við stefnum suður með sjó og heimsækjum

þar flott fyrirtæki ásamt öðrum uppákomum.  Spilaðar verða 13 holur og leikurinn verður Greensome. (Báðar slá af teig og betri bolti valinn og slegið til skiptis).

Flottir vinningar og veittur verður m.a. vinningur fyrir flottasta dressið.

Hvenær: 
Þriðjudaginn 12. júní.  Rúta fer
frá húsnæði FKA Kringlunni 7 ( Húsi verslunarinnar mæting 11.45) kl. 12.00 og til baka frá golfskálanum ca. 20.30

Hvar: 
Grindavík

Þema:  Rautt og Rokk

Verð:  kr. 7.900 – Innifalið: Teiggjöf – Rúta –
Vallargjald – Samloka og Kvöldverður.

Greiðsla:    Leggist inná reikning FKA:

 0513-14-503268  

kt. 710599-2979

Félagskonur -  Okkur vantar vinninga í mótið !  Þær sem vilja kynna fyrirtækin sín eru hvattar til að gefa verðlaun eða teiggjafir !  Ef þið viljið leggja eitthvað fram vinsamlega hafið samband við hulda@fka.is, herdis@happycampers.is, sofiaj@simnet.is;annadia@centrum.is

Golfmótið er eingöngu fyrir FKA konur og komast aðeins 48 konur að svo endilega skráið ykkur sem fyrst. Skrái sig fleiri en 48 fara þær á
biðlista.

Hlökkum til að sjá ykkur og eiga skemmtilegan dag á glæsilegum velli.

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG 

Bkv Golfnefnd FKA