Skrifaðu þig þá inn í söguna með að mæta á stofnfund FKA Suðurnes 26. nóvember nk.

Ert þú kona á Suðurnesjunum sem vilt vera sýnileg, þyrstir í alvöru tengslanet og vilt vera hluti af alvöru hreyfiafl?

Skrifaðu þig þá inn í söguna með að mæta á stofnfund FKA Suðurnes 26. nóvember nk.

Guðný Birna í Svipmynd ViðskiptaMogga en hún er ein þeirra sem vill kortleggja tækifærin á Suðurnesjum með nýrri landsbyggðardeild FKA á svæðinu.

FKA Suðurnes, þar verður fókusinn er á nærumhverfið og er réttur staður til að vera á ef þú ert kona á Suðurnesjunum sem vilt vera sýnileg, þyrstir í alvöru tengslanet og vilt vera hluti af alvöru hreyfiafl.

Stofnfundur FKA Suðurnes, Félags kvenna í atvinnulífinu á Suðurnesjum verður haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu þann 26. nóvember næstkomandi klukkan 19.00.

Fyrirkomulag verður mótað í takt við ferskar og brakandi sóttvarnarreglur þann daginn og auglýst nánar.

Fyrirsvar með félagsdeild skal vera í höndum a.m.k. tveggja félagskvenna og þær eru Guðný Birna Guðmundsdóttir & Fida Abu Libdeh.

Tökum þátt í raunheimum eða raf og skrifum okkur inn í söguna með að mæta á stofnfund FKA Suðurnes.

#FKA#FKAkonur#Hreyfiafl#Sýnileiki#Tengslanet#FKASuðurnes#ViðskiptaMoggi

Komdu fagnandi FKA Suðurnes! Komdu með!