FKA heldur áfram að vinna með tengslanet, sýnileika og að vera alvöru hreyfiafl.
„Við getum valið að bíða þetta af okkur og vona að brátt verði heimurinn samur á ný, eða nota þetta tækifæri til að vaxa og læra á nýja tækni,“ segir Hulda Ragnheiður Árnadóttir formaður FKA í grein í Fréttablaðinu í dag.
Á nýju starfsári heldur FKA áfram að styðja kvenleiðtoga í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. Með öflugu starfi deilda, nefnda, ráða og stjórnar FKA. Með viðburðum, hreyfiaflsverkefnum, með samstöðu og samtali fáum við tækifæri til að leysa enn frekari kraft úr læðingi hjá FKA og þjónusta atvinnulífið.
„„Tækniskuld“ er hugtak sem notað er til að meta hvort fyrirtæki hafi náð að fylgja þeirri þróun sem á sér stað í tækniumhverfinu. Fyrirtæki sem missa af lestinni í þróun á kerfum og lausnum í fyrirtækjarekstri, eiga það á hættu að verða skyndilega hálfgerðar risaeðlur í heimi tækninnar, því þau standa í tækniskuld við tímann sem rýkur áfram. Við FKA-konur viljum eiga innistæðu í „tæknibankanum“ á tímum framþróunar og finnum því sífellt nýjar leiðir til að tryggja að við höldum áfram að sinna hlutverki okkar í eflingu tengslanets og hvatningu til kvenna í atvinnulífinu.“
Spennandi starfsár að hefjast hjá FKA. Ertu með?
Hægt að lesa greinina HÉR
