Stefnumótunarvinna FKA hafin

Stefnumótun félagsins 

Stefnumótun félagsins var síðast unnin árið 2012 og 2013. Í þeirri stefnumótunarvinnu voru gildin kölluð fram auk þess sem hlutverk og markmið félagsins voru slípuð til. 

Guðrún Ragnarsdóttir, meðeigandi og ráðgjafi hjá Strategíu mun stýra stefnumótuninni og vinna hana ásamt Huldu Bjarnadóttur framkvæmdastjóra FKA. 

Guðrún hefur víðtæka reynslu af stefnumótun, innleiðingu stefnu og stjórnun  breytinga hjá mörgum af þekktustu fyrirtækjum landsins. Guðrún hefur einnig talsverða reynslu úr opinbera geiranum þar sem hún starfaði m.a. sem forstöðumaður í tæp 5 ár og þekkir því bæði til þarfa fyrirtækja og stofnana. Guðrún þekkir einnig vel til FKA og um tíma sat hún í stjórn LeiðtogaAuðar. 

Tímalína og framkvæmd


Vinnan hefst með könnun sem hefur verið send út til félagskvenna og vonumst við til að ná fram góðri þátttöku, enda tekur könnunin aðeins nokkrar mínútúr. Athugið að svörin eru ekki rekjanleg.

Niðurstaða könnunarinnar verður nýtt í stefnumótunarvinnu félagsins sem hefst þann 7. janúar með hálfsdags vinnustofu. Þar mun verða unnin greining á innra og ytra umhverfi og lagður grunnur að stefnu til næstu 3-5 ára.

Um leið eru línur lagðar um það  hvernig fylgja á stefnunni eftir; hvernig hefur gengið að ná markmiðum um hlutverk og markmið FKA og eru til skilgreindir ferla og mælikvarðar?

Niðurstöður


Heildarniðurstöður verða svo kynntar á aðalfundinum í vor.  Saman byggjum við upp sterkt og áhrifaríkt félag og því mikilvægt að við náum að virkja sem flestar til þáttöku. 

Með fyrirfram þökk,


Kær kveðja,

Stjórn FKA