Stjórn FKA Suðurnes.

Tökum fortíðina á kassann og kortleggjum tækifærin á Suðurnesjum.

Samfélagið er að lifna við í takt við nýja Covid-tíma og ljóst er að tækifærin eru til staðar er kemur að atvinnusköpun kvenna og með nýrri deild FKA Suðurnes er markmiðið að kortleggja þessi tækifæri á svæðinu.

„Við þurfum að nýta okkur styrkleikann sem felast í fjölbreytileika samfélagsins á Suðurnesjum með að styðja konur í að sækja fram og sameina þær til aukins sýnileika og þátttöku. FKA Suðurnes mun leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra kvenna á svæðinu með jákvæðni, seiglu og útsjónasemi. Með því að efla þátt kvenna í samfélaginu, eflum við okkur öll. Okkur vantar bjartsýni, gleði og aukna ásynd kvenna í samfélagið okkar. Konur ættu að vera áberandi í rekstri fyrirtækja, stjórnunarstöðum og í stjórnum fyrirtækja. Það mun vera okkur öllum til heilla.“

Mikil sóun á hugviti og manauði.

Fjölmargar konur tóku þátt í sögulegum stofnfundi, mættu á stofnfund nýrrar landsbyggðadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu FKA, FKA Suðurnes föstudaginn 26. nóvember sl. Fundurinn var haldinn í bíósal Duus húsa og á netinu og voru tækifærin á Suðurnesjum rædd, farið yfir markmið og tækifærin með nýrri deild, orkumál, nýsköpun og tækifærin almennt.

Mynd frá vinstri: Andrea Róbertsdóttir framkvæmdastjóri FKA, Anna Karen Sigurjónsdóttir, Guðný Birna Guðmundsdóttir, Eliza Reid forsetafrú og félagskona FKA, Eydís Mary Jónsdóttir, Gunnhildur Pétursdóttir, Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen, Fida Abu Libdeh og Sigríður hrund Pétursdóttir formaður FKA.

Stjórn FKA Suðurnes í stafrófsröð:

Anna Karen Sigurjónsdóttir – Sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar
Eydís Mary Jónsdóttir
Fida Abu Libdeh – Frumkvöðull, eigandi og stofnandi GeoSilica
Guðný Birna Guðmundsdóttir – Hjúkrunarstjóri, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður HS Veitna
Gunnhildur Pétursdóttir – lögfræðingur
Herborg Svana Hjelm
Íris Sigtryggsdóttir – Rekstrarstjóri Byko
Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen – Fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpa
Snjólaug Jakobsdóttir
Þuríður Halldóra Aradóttir

Ólík forgjöf er kemur að því að nýta sér jafnréttið.

Nýsköpun er mikilvæg sem aldrei fyrr fyrir heimsbyggðina sem þarf að finna leiðir til að vera í takt við nýja tíma. Þar verður að endurskoða og endurhugsa margt til að sóa ekki tækifærum eins og hugmyndum og innlögn í framtíðarplönin frá konum. Fyrir liggja sláandi staðreyndir um ólíka forgjöf er kemur að því að nýta sér jafnréttið í nýsköpun og víðar. Í þessu sambandi má nefna að kvennateymi fá örfá prósent af fjármagninu er kemur að fjármögnun í nýsköpun. Þessu verður að breyta því fjölbreytileikinn er mikilvæg stærð er kemur að því að skapa framtíð fyrir okkur öll. Mikil sóun er á hugviti og manauði þegar lítið brotabrot af fjármagni fer til teyma sem mynduð eru einungis af konum þ.e. helmingi mannkyns og þetta verður að leiðrétta og átta sig á mikilvægi blöndunnar, ólíkra radda og jafnvægis í stóru og smáu.

Það er svo mikil gerjun á Suðurnesjum sem er svæði sem hefur þurft að taka mikið á kassann en nú er ætlunin að kortleggja tækifærin og hefur nú ný deild FKA verið stofnuð sem ætlar sér stóra hluti er kemur að því að taka utanum tækifærin á Suðurnesjunum.

Tilgangur landsbyggðardeildar Suðurnesja er að sameina konur á svæðinu, í því skyni að auka þátt kvenna í störfum og stjórnum auk þess að leggja áherslu á nýsköpun og eflingu atvinnutækifæra.

Fida Abu Libdeh FKA kona er frumkvöðull og stofnaði nýsköpunarfyrirtækið Geosilica sem framleiðir fæðubótaefni úr Kísil, fyrirtækið er metið uppá 700 milljónir og hefur hafið sölu sína á erlendum mörkuðum og Guðný Birna Guðmundsdóttir FKA kona, fyrsta konan til að verða stjórnarformaður HS Veitna, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður HS Veitna voru í forsvari fyrir stofnun deildarinnar og nutu stuðnings frá stjórn FKA og framkvæmdastjóra FKA, Andreu Róbertsdóttur.

„Mikilvægi tengslanetsins og fjölbreytileika,“ var yfirskrift erindi Elizu Reid félagskonu FKA, meðstofnanda Iceland Writers Retreat og forsetafrúar á stofnfundi FKA Suðurnes. Þar las hún einnig úr nýútkominni bók sinni ,,Sprakkar“  þar sem hún tók viðtöl við fjölda íslenskra kvenna meðal annars Fidu Abu Libdeh félagskonu FKA. „Okkar tími er kominn! // Upphaf, tilgangur og markmið FKA Suðurnes“ var yfirskrift erindis Guðnýjar Birnu Guðmundsdóttur félagskonu FKA, bæjarfulltrúa og stjórnarformaður HS Veitna. Fida Abu Libdeh félagskona FKA, stofnandi og eigandi GeoSilica var með erindið „Ólíkar raddir, frumkvöðlastarfsemi og tækifærin á Suðurnesjum“ og var farið yfir praktík á fundinum, léttar veitingar voru í boði og skemmtu konur sér í salnum sem fjölmenntu með staðfestingu á fersku, brakandi og neikvæðu hraðprófi vegna heimsfaraldurs Covid sem við erum að læra að lifa með og vonandi að skáka og máta.

Nánar um FKA á www.fka.is

@Anna Karen Sigurjónsdóttir @Eydís Mary Jónsdóttir @Fida Abu Libdeh @Guðný Birna Guðmundsdóttir @Gunnhildur Pétursdóttir @Herborg Svana Hjelm @Íris Sigtryggsdóttir @Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen @Snjólaug Jakobsdóttir @Þuríður Halldóra Aradóttir #FKA #FKAkonur #Hreyfiafl #Sýnileiki #Tengslanet #FKASuðurnes @Eliza Reid #Viðskiptablaðið @Sigríður Hrund Pétursdóttir @Andrea Róbertsdóttir