MEÐ SÓL Í SINNI; glæsileg dagskrá, ljúf og góð samvera og ótakmörkuð tækifæri til að tengjast!
Félagið sendir hugheilar kveðjur til kvenna sem sáu um undirbúning á haustferð Alþjóðanefndar og þeirra sem mættu í ferðina þetta árið.

Vill stjórn FKA koma á framfæri sérstökum þökkum til allra þeirra sem gerðu þessa ferð að veruleika. Er þá átt við skipulagsvinnu í aðdraganda ferðarinnar í stóru sem smáu. Má nefna undirbúning er kemur að heimsóknum, skoðunarferðum, samveru þar sem sköpuð var einstök stemming í öll mál með gleði, glaðningi, gjöfum og svo framvegis.
Hér viðrum við líka nokkrar myndir úr ferðinni til að flagga fegurðinni og tryggja að áhugasamar konur láti næstu ferð ekki framhjá sér fara.
Sérstakar þakkir eru sendar til Alþjóðanefndarkvenna sem höfðu yfirumsjón með ferðinni, þeim Jónínu Bjartmarz, formanns Alþjóðanefndar sem jafnframt var fararstjóri, Sigrúnu Jakobsdóttur og Guðrúnu Helgu Hamar. Ernu, Stellu og Magdalenu (Möggu) og hópstjórunum Auði Ösp og Katrínu Rós þökkum við einnig vel fyrir framlag.

Það er nú óhætt fyrir nýja Alþjóðanefnd 2022/2023 að hefja fjörið því ferðin var í umsjá fráfarandi Alþjóðanefndar sem þurfti að telja í ferðina oftar en einu sinni vegna heimsfaraldurs.

,,Haustferð FKA, annað hvert ár erlendis og annað hvert ár innanlands. Markmið ferðarinnar er að efla tengslanet kvenna sem taka þátt í henni og tengja við þá borg sem farið er til, með áhugaverðum heimsóknum tengdum viðskiptum, menningu og háskólalífi,” er meðal þeirra hlutverka og verkefna Alþjóðanefndar FKA.

Nánar um Alþjóðanefnd HÉR

Alþjóðanefnd 2022-2023
Hlökkum til að sjá allar félagskonur sem oftast á starfsárinu.
Bestu kveðjur – stjórn FKA.
#hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur
