Stjórnarkonurnar Edda Rún Ragnarsdóttir og Íris Ósk Ólafsdóttir leiða Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV fyrir hönd stjórnar FKA að þessu sinni.
Fjölmiðlaverkefni FKA og RÚV er eitt af Hreyfiaflsverkefnum FKA sem er ætlað að auka fjölbreytni viðmælenda í íslenskum fjölmiðlum og bæta um leið aðgang fjölmiðlafólks að konum.
Markmið og tilgangur verkefnis er að auka sýnileika kvenna, fjölbreytni í fjölmiðlum, að tryggja fjölbreytni viðmælenda í fjölmiðlum og skapa tækifæri til að koma að mikilvægum sjónarmiðum og þekkingu allra kynja.
Konur í atvinnulífinu búa yfir mikilvægri reynslu sem mikilvægt er að koma að í frétta- og þjóðfélagsumræðu. Með fjölbreyttum viðmælendahópi endurspegla fjölmiðlar samfélagið betur og þjóna um leið öllum sínum hlustendum.
Þess vegna var fundur í Efstaleiti þar sem stjórnarkonurnar Edda Rún og Íris Ósk eru með umboð stjórnar FKA að finna flöt á verkefnið sem fer næst á flug í haust.
Félagskonur FKA sem gefa sérstaklega kost á sér til að koma fram í fjölmiðlum eru einkenndar í félagatali á heimasíðu FKA til að auðvelda fréttamönnum og þáttastjórnendum að finna áhugaverða viðmælendur.
Við töpum öll á einsleitni þannig að við höldum áfram – áfram með smjörið!

Yfirlit helstu viðburða og verkefna má lesa um HÉR



@Hildur Sigurðardóttir #RÚV @Bogi Ágústsson @Edda Rún Ragnarsdóttir @Íris Ósk Ólafsdóttir @Sigríður Hrund Pétursdóttir #Fjölmiðlaverkefni #hreyfiafl #fka #sýnileiki #tengslanet #FKAkonur